Maður kemur ekki í manns stað

Hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðum störfum.
Hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðum störfum. Árni Sæberg

Í ófremdarástand stefnir á skurðstofum, á gjörgæslu og á svæfingardeildum Landspítalans ef uppsagnir hjúkrunarfræðinga á viðkomandi deildum munu ganga eftir.

Hjúkrunarfræðingar sem starfa á þessum deildum hafa farið í sérhæft nám til þess að sinna þeim störfum sem þar eru. Ekki verður hægt að fylla í skarð þeirra með skipulagsbreytingum að sögn Björns Zoëga forstjóra Landspítalans.

40 af 62 sagt upp störfum á skurðstofum

Á gjörgæslunni starfa 48 hjúkrunarfræðingar en þar af hafa 19 sagt upp störfum. 31 hjúkrunarfræðingur starfar á svæfingardeild en þar hafa 13 sagt upp störfum. Á skurðstofunum starfa 62 en 40 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum þar.

Björn segir eðli þeirrar starfsemi sem sé inni á þessum deildum gera það að verkum að ekki sé hlaupið að því að fá hjúkrunarfræðinga sem geti sinnt starfinu.

„Við erum bæði með fólk sem er með sérnám í þessum deildum auk þess fólki inni á þessum deildum hefur mikla starfsreynslu. Þetta er því viðkvæm sérhæfð starfsemi. Þú færir hjúkrunarfræðinga ekki auðveldlega til í þessi störf, án fyrirvara, frekar en í þú gerir í öðrum sérhæfðum störfum,“ segir Björn.

Hann ítrekar að þjónustan muni skerðast ef til uppsagnanna kemur. „Við verðum með nýtt heilbrigðiskerfi ef þessar uppsagnir ganga eftir,“ segir Björn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert