Mótmæla boðuðum reglum ESB

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Flugáhafn­ir víða í Evr­ópu mót­mæla í dag boðuðum regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins um flug-, vakt,- og hvíld­ar­tíma flug­manna og flugliða sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Fé­lagi ís­lenskra at­vinnuflug­manna.

„Full­trú­ar frá evr­ópsk­um flug­manna­fé­lög­um koma sam­an við höfuðstöðvar Evr­ópuþings­ins í Brus­sel í dag og af­henda þar áskor­un sem um 100.000 manns hafa skrifað und­ir, þar sem þess er kraf­ist að vinnu­tímaregl­ur verði sett­ar með ör­yggi flug­f­arþega í önd­vegi og á grund­velli lækn­is­fræðilegra rann­sókna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Enn­frem­ur seg­ir þar að sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi til­lögu sé gert ráð fyr­ir að flugáhafn­ir geti verið allt að 20-22 klukku­stund­ir á vakt í einu og vinni í meira en 12 klukku­stund­ir að næt­ur­lagi. Nokkr­ir flug­menn í FÍA muni af þessu til­efni koma sam­an á Kefla­vík­ur­flug­velli í dag til þess að vekja at­hygli flug­f­arþega á mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert