„Þetta eru handarbakavinnubrögð“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir vinnubrögð stjórnarliða vegna frumvarps að nýrri stjórnarskrá með ólíkindum. Hann segir þannig að stutt sé síðan frumvarpið hafi átt að fá gæðastimpil Feneyjanefndar Sameinuðu þjóðanna en nú sé hins vegar ekki talin þörf á umsögn nefndarinnar.

Fulltrúar Feneyjanefndarinnar komu til landsins í síðustu viku og funduðu meðal annars með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sem heldur utan um málið en nefndin óskaði eftir því að Feneyjanefndin veitti heildarmat á frumvarpinu. Upplýstu fulltrúar hennar að stefnt væri að því að veita bráðabirgðaálit á því í lok þessa mánaðar. Taka átti frumvarpið úr nefndinni í dag en því var hins vegar frestað.

„Framganga stjórnarmeirihlutans í stjórnarskrármálinu er með ólíkindum. Einn kaflinn í málinu bættist við í dag þegar skyndilega var frestað að taka málið út úr nefnd vegna athugasemda Umboðsmanns Alþingis. Stutt er síðan málið átti að fá gæðastimpil við að fara í yfirlestur hjá Feneyjanefndinni. Nú þarf ekkert að bíða þeirrar umsagnar. Þetta eru handarbakavinnubrögð,“ segir Bjarni Benediktsson á Facebook-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert