Veginum hætt að blæða

Bílar hafa skemmst vegna blæðinga á veginum.
Bílar hafa skemmst vegna blæðinga á veginum. Umferðarstofa

Eng­ar blæðing­ar eru nú á veg­in­um í Húna­vatns­sýslu vest­an við Blönduós,að sögn lög­regl­unn­ar á Blönduósi, en tjöruköggl­ar hafa dreifst víða um vega­kerfið á Vest­ur- og Norður­landi. 

„Við urðum ekki var­ir við blæðing­ar í dag. Byrjað er að kólna og þá hætt­ir blæðing­in. Í það minnsta tíma­bundið. Á veg­in­um má sjá tjöruköggl­ana. Mat okk­ar var það að þess­ir köggl­ar komi ekki til með að valda skemmd­um á bíl­um þegar þeim er ekið um veg­inn,“ seg­ir Þórður Rafn Þórðar­son lög­reglumaður á Blönduósi.

Á þeim köfl­um þar sem mestu blæðing­arn­ar eru var lífol­ía notuð í mal­bikið. Seg­ir Vega­gerðin að vetr­ar­blæðing­ar, í mun minna mæli, hafi þekkst síðan 1995, þegar notuð voru önn­ur íblönd­un­ar­efni.

Vega­gerðin hef­ur í dag unnið að hreins­un á veg­un­um þar sem tjöruköggl­ar hafa dreifst og mun halda því áfram í dag og næstu daga haldi þetta ástand áfram. Í næstu þíðu verður gerð til­raun með að dreifa steinefni í valda kafla til að stemma stigu við frek­ari blæðing­um.

Blæðingar eru hættar samkvæmt lögreglunni á Blönduósi.
Blæðing­ar eru hætt­ar sam­kvæmt lög­regl­unni á Blönduósi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert