Vill stýra Bændasamtökunum

Ásmundur Einar Daðason og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson
Ásmundur Einar Daðason og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, sauðfjárbóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum og fyrrum formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Bændasamtökum Íslands.

Nýr formaður verður kosinn á Búnaðarþingi í byrjun mars. Eins og fram hefur komið ætlar Haraldur Benediktsson að láta af formennsku í BÍ á sama fundi en hann skipar sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, samkvæmt frétt á Skessuhorni.

Sigurgeir Sindri er 38 ára, fæddur í Reykjavík en af ættum Skagfirðinga og Dalamanna. Hann er kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn. Sindri er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri og hefur verið viðloðandi búskapinn í Bakkakoti í tæpa tvo áratugi.

Samhliða búskap hefur hann stundað viðskiptafræðinám við Háskólann á Bifröst. Auk bústarfa hefur Sindri m.a. kennt við LbhÍ á Hvanneyri, rekið fyrirtæki í skólaakstri, er varaþingmaður Framsóknarflokksins og var um þriggja ára skeið formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert