Búið að kortleggja ólíkar sviðsmyndir

mbl.is/Ómar

„Það er ekki gefið að hægt verði að ráða á ein­fald­an hátt í niður­stöðu dóm­stóls­ins. Við gæt­um unnið málið og þá ligg­ur það al­veg ljóst fyr­ir. Hitt er snún­ara ef ein­hvers kon­ar áfell­is­dóm­ur fell­ur yfir Íslandi. Þá er hægt að sjá fyr­ir sér mjög ólíka þýðingu eft­ir því hver efn­is­atriði dóms­ins verða.“

Þetta seg­ir Árni Páll Árna­son, fyrsti vara­formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is. Á fundi nefnd­ar­inn­ar í gær var rætt um viðbúnað stjórn­valda vegna dóms­upp­kvaðning­ar í Ices­a­ve-mál­inu hjá EFTA-dóm­stóln­um á mánu­dag.

Mál­svarn­art­eymi Íslands kom á fund nefnd­ar­inn­ar og seg­ir Árni Páll að það sé viðbúið því að taka á móti dómn­um og greina hann. Mik­il­vægt sé að stjórn­völd fái fljótt skýr­ing­ar á lög­fræðilegri stöðu Íslands eft­ir að dóm­ur­inn ligg­ur fyr­ir.

„Það er hægt að sjá fyr­ir sér ýms­ar af­leiðing­ar, sum­ar létt­væg­ar, aðrar þung­bær­ari, ef dóm­ur­inn tel­ur að Ísland hafi með ein­hverj­um hætti brotið gegn skuld­bind­ing­um sín­um,“ seg­ir Árni Páll. Erfitt sé að átta sig á því áður en dóm­ur fell­ur en búið sé að kort­leggja slík­ar sviðsmynd­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert