„Kornin sem fylltu mælinn“

Jón Bjarnason, alþingismaður.
Jón Bjarnason, alþingismaður. mbl.is/Árni Sæberg

Brottrekst­ur Jóns Bjarna­son­ar úr ut­an­rík­is­mála­nefnd og sú ákvörðun flokks­fé­laga hans að hindra að þings­álykt­un­ar­til­laga hana um að leggja aðild­ar­um­sókn­ina að ESB til hliðar voru „korn­in sem fylltu mæl­inn“ og leiddu til þeirr­ar ákvörðunar hans að segja sig úr þing­flokkn­um.

Sem kunn­ugt er var Jóni vikið úr ut­an­rík­is­mála­nefnd mánu­dag­inn 14. janú­ar en fyr­ir lá þings­álykt­un­ar­til­laga hans um að leggja um­sókn­ina til hliðar þangað til þjóðin samþykkti að óska bæri eft­ir aðild.

Áður hafa þau Lilja Móses­dótt­ir, Atli Gísla­son og Ásmun­ur Ein­ar Daðason sagt sig úr þing­flokki VG en Þrá­inn Bertels­son komið í staðinn. Með brott­hvarfi Jóns eru því 11 þing­menn eft­ir í þing­flokki VG en hann verður óháður þingmaður.

„Það er ljóst að okk­ur hef­ur greint á um um­sókn­ar­ferlið og aðlög­un­ina að Evr­ópu­sam­band­inu. Þing­flokk­ur­inn krafðist þess að ég viki úr ut­an­rík­is­mála­nefnd vegna af­stöðu minn­ar til þessa grund­vall­ar­máls. Um leið mátti til­laga sem ég hef staðið fyr­ir í ut­an­rík­is­mála­nefnd að um­sókn­in verði aft­ur­kölluð og fari ekki í gang nema þjóðin ákveði það ekki einu sinni fara inn í þingið. Þetta voru korn­in sem fylltu mæl­inn.“

„Ég minni á að ég hef verið þingmaður Vinstri grænna allt frá stofn­un 1999 og hef átt veru­leg­an þátt í að móta grunn­stefnu flokks­ins. Ég hef bæði verið þingmaður og ráðherra flokks­ins þannig að þetta er í sjálfu sér erfið ákvörðun. En þó líka aug­ljós.“

Hef­ur verið trúr grunn­stefn­unni

Jón minn­ir á að andstaðan við aðild að ESB sé einn af horn­stein­um flokks­ins.“ 

„Andstaðan við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu er eitt af grund­vall­ar­stefnu­mál­um VG. Flokk­ur­inn var meðal ann­ars stofnaður um sjálf­stæða ut­an­rík­is­stefnu og að við mynd­um ekki sækja um aðild að ESB. Þeirri stefnu hef ég fylgt og verið trúr. Þegar sú krafa kom að mér yrði vikið úr ut­an­rík­is­mála­nefnd vegna þess­ar­ar stefnu minn­ar, sem jafn­framt er stefna flokks­ins að mínu mati, að þá fyllt­ist mæl­ir­inn.“ 

Jón úr þing­flokki VG

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka