Ólafur Ragnar: Aðild ekki forsenda hagsældar

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, seg­ir í viðtali við Bloom­berg News í Dav­os, Sviss, að vel­gengni Íslands sýni það að aðild að Evr­ópu­sam­band­inu er ekki for­senda hag­sæld­ar. Ólaf­ur seg­ir að um­mæli for­sæt­is­ráðherra Breta um að hann hygg­ist boða til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um áfram­hald­andi aðild Bret­lands að ESB fyr­ir lok 2017, sýni hversu mikið Bret­ar ef­ist um sam­bandið.

Í viðtal­inu seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar að Nor­eg­ur og Ísland séu sér á báti í Evr­ópu hvað varðar efna­hags­bata í kjöl­far krepp­unn­ar. „Svo það er erfitt að halda því fram að til að ná ár­angri þurfi ríki að vera í Evr­ópu­sam­band­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert