Spá stormi og snjókomu

Veðurstofan spáir austan- og norðaustan hvassviðri eða stormi á sunnudag. Víða er spáð snjókomu eða slyddu en úrkomulitlu suðvestantil.

Á mánudag er spáð norðaustan hvassviðri á Vestfjörðum og snjókomu, en mun hægari vindur í öðrum landshlutum og úrkomuminna. Hiti breytist lítið. Útlit fyrir austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu sunnan- og austanlands og hlýnar í veðri.

Á föstudag er spáð suðlægri eða breytileg átt, 3-10 m/s en austan 8-15 m/s nyrst. Talsverð rigning eða slydda verður Suðaustanlands en styttir upp síðdegis. Él eða slydduél norðantil en úrkomulítið SV-til. Hiti um eða undir frostmarki.

Á laugardag er spáð vaxandi austanátt, 8-15 m/s um kvöldið. Úrkomulítið og frost víða 0 til 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert