Spá stormi og snjókomu

Veður­stof­an spá­ir aust­an- og norðaust­an hvassviðri eða stormi á sunnu­dag. Víða er spáð snjó­komu eða slyddu en úr­komu­litlu suðvest­an­til.

Á mánu­dag er spáð norðaust­an hvassviðri á Vest­fjörðum og snjó­komu, en mun hæg­ari vind­ur í öðrum lands­hlut­um og úr­komum­inna. Hiti breyt­ist lítið. Útlit fyr­ir aust­an- og norðaustanátt með rign­ingu eða slyddu sunn­an- og aust­an­lands og hlýn­ar í veðri.

Á föstu­dag er spáð suðlægri eða breyti­leg átt, 3-10 m/​s en aust­an 8-15 m/​s nyrst. Tals­verð rign­ing eða slydda verður Suðaust­an­lands en stytt­ir upp síðdeg­is. Él eða slydduél norðan­til en úr­komu­lítið SV-til. Hiti um eða und­ir frost­marki.

Á laug­ar­dag er spáð vax­andi austanátt, 8-15 m/​s um kvöldið. Úrkomu­lítið og frost víða 0 til 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert