Evrópumálaráðherra Írlands, Lucinda Creighton, segir að Evrópusambandið geri ráð fyrir að Ísland haldi áfram aðildarviðræðum að kosningum í apríl loknum og ætlist til þess að viðræðunum verði lokið.
Að draga aðildarumsókn Íslands til baka á þessu stigi kann að vera skaðlegt fyrir samband Íslands við ESB, segir Creighton í viðtali við Bloomberg fréttastofuna og bætir því við sambandið búist við því að Ísland taki ákvörðun um ESB aðild að samningaviðræðum loknum.