Kraumandi gambri í Grímsnesinu

mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglumenn gerðu í dag húsleit á heimili manns í Grímsnesi vegna gruns um að hann stæði að áfengisframleiðslu. Á heimili mannsins fannst hátt í 200 lítrar af gambra sem kraumaði í enda nýleg lögn. 

Auk þess voru þar tæpir 50 lítrar af landa sem var um 30 prósent að styrkleika. Einnig voru á staðnum eimingartæki og annar búnaður til framleiðslunnar. Hald var lagt á vökvann og tólin.

Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu í lögreglustöðina á Selfossi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem lögreglumenn á Selfossi komast á snoðir um landaframleiðslu. 

Lögreglumenn á Selfossi hafa verið að fá ábendingar um landaframleiðslu og fíkniefnaræktun. Allar slíkar ábendingar eru skoðaðar.  Lögregla hvetur alla sem vita af slíku að koma upplýsingum til lögreglu í síma 480 1010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert