Lögðu hald á 140 vopn

Tollgæslan lagði hald á 140 vopn á síðasta ári, flest á Keflavíkurflugvelli eða um hundrað talsins. Meðal annars voru 27 skotvopn, skotfæri, hnúajárn, rafbyssur og piparúði og handjárn. Eru þetta umtalsvert fleiri vopn heldur en haldlögð voru á árunum 2010 og 2011, en færri en árið 2009.

Í Reykjavík voru 36 stykki haldlögð og fjögur á Seyðisfirði. 

Eggvopn voru stór hluti haldlagðra vopnanna, eða samtals 54 og bar mest á fjaðurhnífum og kasthnífum. 

Skotvopnin voru að stærstum hluta loftbyssur en einnig rifflar og haglabyssur. 

Þá var lagt hald á 42 handjárn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert