Norsku skipverjunum sleppt

Týr vísaði norska loðnuveiðiskipinu Manon til hafnar á þriðjudag.
Týr vísaði norska loðnuveiðiskipinu Manon til hafnar á þriðjudag. Ljósmynd/Af vef Landhelgisgæslunnar

Áhöfn norska loðnu­veiðiskips­ins Manon var frjálst að fara af landi brott í gær­kvöld eft­ir að búið var að taka skýrslu af skip­stjór­an­um vegna gruns um ólög­leg­ar veiðar. Var þeim gert að landa afl­an­um á Eskif­irði þar sem hann var vigtaður en lög­regl­an vill ekki tjá sig að sinni um hve mikið hann vó um­fram upp­gef­inn afla.

Grun­ur um ólög­leg­ar veiðar Norðmann­anna vaknaði við eft­ir­lit Land­helg­is­gæsl­unn­ar, en varðskips­menn á Tý fóru um borð í Manon á miðunum fyr­ir aust­an land þegar Manon var á burt­leið úr lög­sög­unni. Mæl­ing­ar varðskips­manna leiddu í ljós að afli um borð virt­ist tals­vert um­fram þau 600 tonn sem skipið hafði til­kynnt um að það hefði veitt inn­an ís­lensku efna­hagslög­sög­unn­ar. Var skip­inu vísað til hafn­ar á Eskif­irði á þriðju­dags­kvöld í fylgd varðskips­ins.

Nem­ur sekt­ar­greiðslum

Rann­sókn­ar­lög­regl­an á Eskif­irði yf­ir­heyrði skip­stjór­ann fram á kvöld í gær og var skipið ásamt áhöfn kyrr­sett á meðan. Að sögn Elvars Óskars­son­ar, rann­sókn­ar­lög­reglu­manns á Eskif­irði, er rann­sókn­inni að ljúka af þeirra hálfu og verður málið þá sent til ákæru­valds­ins, sem í þessu til­felli er lög­reglu­stjór­inn á Eskif­irði. Má bú­ast við að það verði gert í næstu viku.

Áður hef­ur kom­ist upp um ólög­leg­ar veiðar er­lendra skipa við Ísland­s­trend­ur, t.d. norska skipið Ny Argo sem veiddi á vernduðu svæði við Skeiðar­ár­dýpi fyr­ir tæpu ári. Elv­ar seg­ist þó ekki þekkja önn­ur dæmi um ólög­leg­ar veiðar vegna um­frama­afla. 

Sam­kvæmt lög­um um veiðar og vinnslu er­lendra skipa í fisk­veiðiland­helgi Íslands ber þeim skylda til að til­kynna Land­helg­is­gæsl­unni um magn afla og teg­und­ir um borð í skip­inu. Brot gegn ákvæðum þess­ara laga varða sekt­ar­greiðslum á bil­inu 400 þúsund til 4 millj­ón­um króna eft­ir eðli og um­fangi brots­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert