Telja margt óskýrt í stjórnlagafrumvarpi

Stjórnlagaráð að störfum.
Stjórnlagaráð að störfum. mbl.is/Golli

Ákvæði stjórn­ar­skrár­frum­varps­ins um að auðlind­ir í nátt­úru Íslands, sem ekki eru í einka­eigu, skuli vera sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóðar­inn­ar er óskýrt og get­ur haft ófyr­ir­séð áhrif, taki nýja stjórn­ar­skrá­in að óbreyttu gildi.

Þetta er mat Laga­nefnd­ar Lög­manna­fé­lags Íslands sem fellst á það meg­in­sjón­ar­mið að æski­legt sé að gera stjórn­ar­skrána aðgengi­legri þegn­um lands­ins. Hins veg­ar sé ein­boðið að gera þurfi frek­ari breyt­ing­ar á frum­varp­inu um­fram þær til­lög­ur sem sér­fræðinga­hóp­ur hafi lagt fram áður en hægt sé að samþykkja það sem stjórn­skip­un­ar­lög.

Lag­nefnd­in bend­ir meðal ann­ars á þá óvissu sem hljót­ist af orðalagi 34. grein­ar frum­varps­ins um að til auðlinda í þjóðar­eign telj­ist nátt­úru­gæði. „Miðað við orðalagið get­ur þarna verið um að ræða hvers kyns gæði, jafn­vel sól­ar­ljós, and­rúms­loft o.s.frv. Svo víðtæk skil­grein­ing þess sem get­ur tal­ist til auðlinda í þjóðar­eign get­ur haft ófyr­ir­séð áhrif, t.d. gæti verið hægt að tak­marka nýt­ingu sól­ar­ljóss á Íslandi.“

Fjallað er um um­sögn Lög­manna­fé­lags­ins í  Morg­un­blaðinu í dag, en henni var skilað til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is í gær en hún er 10 blaðsíður og nær til margra greina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka