VG sveik stefnuna

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason. mbl.is/Ómar

„Það er ekki í pípunum að stofna nýjan flokk, ekki af minni hálfu. Ég stend í verkum mínum við stefnu þess flokks sem ég hef átt aðild að frá stofnun í samræmi við þau kosningaloforð sem ég hef gefið.“

Þetta segir Jón Bjarnason þingmaður aðspurður hvort hann hyggist taka þátt í stofnun nýs flokks, eftir að hann sagði sig úr þingflokki VG í gær, en hann hefur verið orðaður við hugsanlegt vinstraframboð Bjarna Harðarsonar og fleiri andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag kveðst Jón áfram munu styðja ríkisstjórnina til góðra verka. „Ég stend með stefnuskrá og hugsjónum Vinstri-grænna. Fjöldi þingmanna hefur séð sig knúinn til að yfirgefa bæði þingflokkinn og flokkinn og við vitum að trúnaðarmenn og forystumenn VG vítt og breitt um landið hafa yfirgefið flokkinn eða sett sig til hliðar vegna þess að þeir telja að ekki hafi verið staðið við þau grunnatriði sem flokkurinn var stofnaður um. Fylgistölur í skoðanakönnunum sýna að fólk er þar ekki ánægt með gang mála. Það er alveg ljóst. Það þarf engan stjórnmálaspeking til að sjá það,“ segir Jón sem telur ótímabært að ræða hvort hann muni styðja einstök mál ríkisstjórnarinnar. Það muni koma í ljós.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka