Aðstoði skuldug heimili

Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokkráðsfundi VG í kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokkráðsfundi VG í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð íhug­ar nú leiðir til að koma til móts við skuldug heim­ili sem fóru illa út úr verðbólgu­bál­inu eft­ir efna­hags­hrunið. Við þær aðgerðir þurfi að sækja fé sem aflað er með skatt­tekj­um. Þetta kom fram í máli for­manns flokks­ins á flokks­ráðsfundi fyr­ir stundu.

„Við viss­um að þetta yrði erfitt ... og auðvitað hef­ur það verið það,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, á flokks­ráðsfundi VG í kvöld, um verk­efnið sem vinstri­stjórn­in stóð frammi fyr­ir eft­ir efna­hags­hrunið. Sjö millj­arðar í formi auðlegðarskatts hjá rík­asta fólk­inu hefðu runnið til þeirra sem væru í mestri þörf. 

Lét Stein­grím­ur ógert að út­skýra hvaða leiðir kynnu að vera farn­ar í aðstoð við skuldug heim­ili.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur aðeins eitt mál að dag­skrá; að lækka skatta... Það er ekk­ert hættu­legra en ... þessi hug­mynda­fræði,“ sagði Stein­grím­ur og vék að „litlu lög­fræðing­un­um“ sem hefðu boðað þessa hug­mynda­fræði í kosn­ing­um á ár­un­um fyr­ir hrunið.

Stein­grím­ur sagðist ekki ætla að halda langa tölu um búið sem vinstri­flokk­arn­ir tóku við er þeir mynduðu meiri­hluta­stjórn með Sam­fylk­ingu eft­ir kosn­ing­arn­ar í apríl 2009.

„Um þann ár­ang­ur sem við höf­um þó náð á fjöl­mörg­um sviðum liggja auðvitað fyr­ir fjöl­mörg gögn,“ sagði Stein­grím­ur.

Spár um stór­felld­an land­flótta hefðu ekki gengið eft­ir, líkt og ný­leg­ar töl­ur sýndu fram á. Þótt Íslend­ing­ar vildu ekki missa fólk úr landi væri betra að það leitaði starfa á Norður­lönd­um en gengi um at­vinnu­laust hér heima.

„Þegar upp er staðið fækkaði Íslend­ing­um ekki nema ör­lítið á þessu eina ári ... Síðan hef­ur okk­ur fjölgað og nú erum við fleiri í dag en við höf­um nokkru sinni verið,“ sagði Stein­grím­ur og átti við fólks­fækk­un fyrsta árið eft­ir efna­hags­hrunið.

Formaður­inn vék að samþykkt ramm­a­áætl­un­ar og upp­skar lófa­tak viðstaddra. Neðri-Þjórsá væri kom­in í skjól. Marg­ar perl­ur á há­lend­inu sem menn hefðu borið víur í á há­lend­inu und­an­far­in ár væri komn­ar í skjól.

Ef stjórn­in hefði ekki lifað hefði ramm­a­áætl­un aldrei verið samþykkt. Svo minnti Stein­grím­ur á að sum­ir fyrr­ver­andi fé­lag­ar í VG hefðu jafn­vel stutt að stjórn­in færi frá.

Stein­grím­ur vék einnig að mál­um sem fjöl­miðlar hefðu ekki fjallað mikið um að und­an­förnu, eins og til dæm­is fækk­un ráðuneyta úr 12 í 8.

„Það var eins gott að rík­is­stjórn­in var ekki fall­in þá,“ sagði Stein­grím­ur um þann áfanga að sjálf­stæði Palestínu skyldi viður­kennt af vinstri­stjórn­inni. 

Upp­skar hann þá lófa­tak.

Stein­grím­ur vék einnig að and­stöðu sinni og flokks­ins við einka­væðingu Lands­virkj­un­ar, skref sem marg­ir hefðu ljáð máls á að und­an­förnu.

„Hverj­ir ætla að standa vakt­ina í þeim efn­um? Ætli það sé ekki betra að hafa okk­ur ef

það verður til umræðu næstu miss­er­in?“ spurði Stein­grím­ur.

Stein­grím­ur sagðist vona að rödd­in og lík­am­inn myndi gera hon­um kleift að halda ræðuna, enda hefði hann verið á ferðalagi um Evr­ópu síðustu daga með flensu og ráma rödd á fund­um með ráðherr­um og áhrifa­mönn­um.

„Sem er auðvitað hvorki heilsu­sam­legt eða gáfu­legt,“ sagði Stein­grím­ur um ferðalag án fullr­ar heilsu.

Svo sló hann á létta strengi um stjórn­mála­menn og kvefpest­ir.

„Það væri kannski af tvennu illu betra fyr­ir stjórn­mála­menn­ina að missa rödd­ina en heil­a­starf­sem­ina.“

Flokkráðsfundur VG fer nú fram á Grand hóteli.
Flokkráðsfund­ur VG fer nú fram á Grand hót­eli. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert