Aukaályktun VG um ESB

Steingrímur J. Sigfússon á flokkstjórnarfundi VG sem nú fer fram …
Steingrímur J. Sigfússon á flokkstjórnarfundi VG sem nú fer fram á Grand hóteli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Flokksráðsfundur VG samþykkti fyrir stundu aukaályktun um ESB. Ályktunina er ekki að finna í prentuðum kynningargögnum um ályktanir. Undir hana rita Steingrímur J. Sigfússon formaður og Katrin Jakobsdóttir varaformaður, auk þess sem Hildur Traustadóttir og Sóley Tómasdóttir rita undir hana.

Í ályktuninni er lýst stuðningi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stöðva frekari vinnu við mótun samningsafstöðu vegna viðræðna við Evrópusambandið.

„Flokksráð beinir því til landsfundar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem haldinn verður í febrúar að taka afstöðu til þess hvernig flokkurinn skuli standa að framhaldi málsins... Flokksráð telur mikilvægt að m.a. verði lagt fyrir landsfund að taka afstöðu til þess hvort gera eigi það að skilyrði fyrir því að VG standi að frekari viðræðum við Evrópusambandið á nýju kjörtímabili að þjóðin hafi áður veitt samþykki sitt til slíks í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir m.a. í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert