Aukaályktun VG um ESB

Steingrímur J. Sigfússon á flokkstjórnarfundi VG sem nú fer fram …
Steingrímur J. Sigfússon á flokkstjórnarfundi VG sem nú fer fram á Grand hóteli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Flokks­ráðsfund­ur VG samþykkti fyr­ir stundu auka­álykt­un um ESB. Álykt­un­ina er ekki að finna í prentuðum kynn­ing­ar­gögn­um um álykt­an­ir. Und­ir hana rita Stein­grím­ur J. Sig­fús­son formaður og Katr­in Jak­obs­dótt­ir vara­formaður, auk þess sem Hild­ur Trausta­dótt­ir og Sól­ey Tóm­as­dótt­ir rita und­ir hana.

Í álykt­un­inni er lýst stuðningi við þá ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar að stöðva frek­ari vinnu við mót­un samn­ingsaf­stöðu vegna viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið.

„Flokks­ráð bein­ir því til lands­fund­ar Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs sem hald­inn verður í fe­brú­ar að taka af­stöðu til þess hvernig flokk­ur­inn skuli standa að fram­haldi máls­ins... Flokks­ráð tel­ur mik­il­vægt að m.a. verði lagt fyr­ir lands­fund að taka af­stöðu til þess hvort gera eigi það að skil­yrði fyr­ir því að VG standi að frek­ari viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið á nýju kjör­tíma­bili að þjóðin hafi áður veitt samþykki sitt til slíks í þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“ seg­ir m.a. í álykt­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert