Bjartsýnisflokkurinn í óvissu

Einar Gunnar Birgisson fyrrverandi talsmaður Bjartsýnisflokksins.
Einar Gunnar Birgisson fyrrverandi talsmaður Bjartsýnisflokksins. mbl.is

Al­gjör óvissa er um hvort Bjart­sýn­is­flokk­ur­inn verði meðal nýrra fram­boða í Alþing­is­kosn­ing­un­um í vor. Þetta seg­ir Ein­ar Gunn­ar Bald­vins­son meðlim­ur og fyrr­ver­andi talsmaður flokks­ins.

Bjart­sýn­is­flokk­ur­inn sótti um og fékk út­hlutað lista­bók­stafn­um E hjá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu og er hann meðal fimm nýrra flokka sem fengið hafa lista­bók­staf. Ein­ar Gunn­ar seg­ir þetta hafa leitt til mis­skiln­ings um að flokk­ur­inn bjóði fram í vor.

„Það eru greini­lega marg­ir sem líta svo á að Bjart­sýn­is­flokk­ur­inn verði með í kosn­ing­un­um en það er alls ekki rétt, það er al­gjör óvissa með það. Það að fá lista­bók­staf­inn er bara fyrsta skrefið, næsta skref væri að gera lista í hverju kjör­dæmi fyr­ir sig, safna fram­bjóðend­um og fá list­ana samþykkta en það er ekki farið af stað hjá okk­ur,“ seg­ir Ein­ar Gunn­ar.

Sjálf­ur sagði Ein­ar Gunn­ar sig frá flokks­starf­inu í októ­ber, að sögn vegna þess að per­sóna hans var orðin of áber­andi. Hann seg­ir málið nú stranda á því að ekki hafi stigið fram fólk í fé­lag­inu til að taka við því hlut­verki að drífa fram­boðið áfram.

Ein­ar Gunn­ar seg­ist jafn­framt vera hugsi yfir því hvort rétt væri af flokk­in­um og bjóða fram og hugs­an­lega taka fylgi frá öðrum flokk­um sem eru „ábyrg­ir í inn­flytj­enda­mál­um“ eins og hann orðar það, án þess að ná manni á þing. 

„Þannig að ég get ekki spáð fyr­ir um hvað ger­ist, en eins og staðan er í dag er ekki út­lit fyr­ir að það verði fram­boð. Það er alls ekki úti­lokað, því það tek­ur svo sem ekki lang­an tíma að setja sam­an lista, en ég get ekki sagt af eða á hvort það verður.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert