Ísland mun standa af sér slæma niðurstöðu

Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.
Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Ómar Óskarsson

Ísland mun geta staðið við verstu mögu­legu niður­stöðu Ices­a­ve-dóms­ins, jafn­vel þótt það muni kosta um 20% af lands­fram­leiðslu. Þetta er haft eft­ir Fra­nek Rozwadowski, sendi­full­trúa Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á Íslandi, í viðtali við Bloom­berg-frétta­veit­una.

Seg­ir hann að grein­ing­ar leiði það í ljós að hækk­un skulda sem þessu nem­ur muni þrátt fyr­ir allt halda skulda­stigi rík­is­sjóðs inn­an viðráðan­legra marka.

Á mánu­dag­inn næst­kom­andi mun EFTA-dóm­stóll­inn fella dóm í Ices­a­ve-mál­inu. Dómn­um er ætlað að kveða úr um hvort Ísland braut gegn skyld­um sín­um sam­kvæmt reglu­verki EES-svæðis­ins þegar inn­stæðueig­end­um Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans í Hollandi og Bretlandi voru ekki greidd­ar út lág­marks­trygg­ing­ar á til­sett­um tíma eft­ir fall bank­ans.

Í frétt Bloom­berg seg­ir að dóm­ur­inn geti leitt til þess að Ísland þurfi í versta falli að greiða 335 millj­arða króna í bæt­ur til Hol­lands og Bret­lands, en það er sam­kvæmt mati Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á verstu mögu­legu niður­stöðunni.

„Þrátt fyr­ir högg af þess­ari stærðargráðu, þá væri fjár­hags­staðan enn sjálf­bær,“ seg­ir Rozwadowski í viðtal­inu. Seg­ir hann að þrátt fyr­ir svona mikla aukn­ingu skulda myndi skulda­hlut­fallið enn halda áfram að lækka á kom­andi árum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert