Íslendingar geta unnið milljarða í EuroJackpot

Íslensk getspá hefur lagt um 80 milljónir króna í nýjan lottóleik sem fer í sölu á Íslandi á sunnudaginn. Leikurinn heitir EuroJackpot, er einn sá stærsti í heimi og fjárfesting til framtíðar, segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að alls taka fjórtán Evrópuþjóðir þátt í leiknum og getur 1. vinningur numið allt að 90 milljónum evra, eða um 15 milljörðum íslenskra króna.

Undirbúningsferlið hefur verið langt og strangt, að sögn Stefáns, enda mörg skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla áður en þau fá að reka leik af þessu tagi. Íslendingar verða fyrst með í útdrættinum 1. febrúar næstkomandi, sem fram fer í Finnlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert