Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs í tveimur kjördæmum á morgun, laugardag, vegna alþingiskosninganna í apríl n.k., í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi.
Í Suðurkjördæmi er búist við fyrstu tölum um kl. 22 á laugardagskvöld. Vefur Morgunblaðsins mbl.is mun fylgjast með talningunni og einnig verða tölurnar birtar á www.xd.is. Í Norðausturkjördæmi verða atkvæði talin á sunnudag og úrslit verða kunngjörð á Hótel KEA klukkan 15 þann dag.
Í Suðurkjördæmi er kosið á 21 stað. Atkvæði verða talin í Sandlækjarskóla á Selfossi.
Í Norðausturkjördæmi er kosið á 22 stöðum og atkvæði verða talin á Akureyri.