Telur úrsögn Jóns litlu breyta

Jón Bjarnason afhendir Steingrími J. lyklana að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu.
Jón Bjarnason afhendir Steingrími J. lyklana að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. mbl.is/Ómar

„Ég er nú ekkert viss um að þetta breyti eins miklu í reynd og það lítur út fyrir að gera á yfirborðinu af ástæðum sem menn væntanlega þekkja.“

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, í gær, inntur eftir viðbrögðum við úrsögn Jóns Bjarnasonar úr þingflokknum.

„Það er alltaf miður þegar leiðir skilur og ef það þarf að gerast þá hef ég reynt að leggja mitt af mörkum til að það gerist í góðu. Ég ætla hvorki að nota þetta tækifæri eða önnur til þess að fara að hnjóða í fyrrverandi samstarfsmenn í þingflokknum eða annarsstaðar,“ segir Steingrímur og segir miður að sumir félagar úr flokknum hafi ekki treyst sér til að halda vegferðina á enda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert