Vilja betri gönguleiðir í Hlíðunum

Klambratún
Klambratún mbl.is/Styrmir Kári

Betri gönguleiðir eru meðal þeirra verkefna sem íbúar í Hlíðunum völdu og komust til framkvæmda í tengslum við verkefnaval „Betri hverfa“ í fyrra.

Óskir íbúa í Hlíðunum beindust þannig einkum að bættu umhverfi en einnig var leiksvæði á óskalistanum.

Endurnýjuð var gangstétt við Rauðarárstíg meðfram Klambratúni. Búið er að hanna leikskúlptúr til uppsetningar við Kjarvalsstaði. Verkið er í smíðum og verður sett upp þegar vorar.

Göngustígur á Klambratúni, frá Miklubraut að aðalstíg var malbikaður. Gerð var gangstétt við norðanverða Drápuhlíð - vestan Lönguhlíðar. Tré voru gróðursett á umferðareyjur við Lönguhlíð. Gróður var aukinn á lóð leikskólans Klambra.

Framkvæmdafé vegna verkefna Betri hverfa í Hlíðunum var í fyrra um 26 milljónir króna og verður það óbreytt í ár, segir á vef Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert