Kjarnorkuver í Eyjum

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar mbl.is/Brynjar Gauti

Gener­al Electric gerði Raf­magnsveit­um rík­is­ins til­boð í lítið kjarn­orku­ver árið 1958. Áform voru um að reisa það í Eyj­um. Málið dagaði uppi enda aðrar leiðir hag­kvæm­ari í orku­öfl­un. Í ljósi sög­unn­ar má ef til vill hrósa happi yfir því.

Nú þegar 40 ár eru liðin frá eld­gos­inu í Vest­manna­eyj­um er vert að rifja upp áform sem voru til skoðunar árið 1959 um að reisa kjarn­orku­ver í Eyj­um. „Þetta átti að vera lítið og sætt kjarn­orku­ver,“ seg­ir Lár­us M.K. Ólafs­son lög­fræðing­ur, sem vann hjá Orku­stofn­un og seg­ir að þetta sé orðinn hálf­gerður inn­an­húss­brand­ari þar á bæ.

„Það var alltaf verið að leita að hent­ugri og ódýrri lausn til að mæta þess­um jaðar­kjörn­um eða lands­hlut­um sem vantaði raf­magn og hita. Ein­hvern veg­inn kom það til að ís­lensk stjórn­völd fengu til­boð frá Gener­al Electric, sem var að markaðssetja lít­il sæt kjarn­orku­ver hér og þar, meðal ann­ars í Skandi­nav­íu.“

Lár­us seg­ir það hafa verið skoðað í fullri al­vöru að leysa vanda Vest­manna­eyja með kjarn­orku­veri. „Það átti að vera ódýr lausn til að skipta út jarðefna­eldsneyti. Gefn­ar voru út þrjár skýrsl­ur um málið, all­ar árið 1959. Það var gerð hag­kvæmniút­tekt, lýs­ing á verk­efn­inu og síðan var ein­angrað hvar væri heppi­leg­ast að koma því fyr­ir. En síðan dagaði það uppi.“

Kjarn­orku­verið var í anda rót­tækra hug­mynda þess tíma, að sögn Lárus­ar. „Menn voru virki­lega að fara að virkja Gull­foss og Geysi, þannig að þetta var ekki vit­laus­ara en hvað annað. Menn réðust í nauðsyn­leg­an und­ir­bún­ing og Björn Krist­ins­son starfsmaður Orku­stofn­un­ar skoðaði þetta í fullri al­vöru.

„Þetta er nátt­úr­lega allt tækni­lega mögu­legt,“ seg­ir Ágúst Val­fells kjarn­orku­verk­fræðing­ur sem vann á Orku­stofn­un sum­arið 1959, en þá nefnd­ist hún skrif­stofa raf­orku­mála­stjóra, nán­ar til­greint orku­deild. En þess má geta að son­ur hans og al­nafni er einnig kjarn­orku­verk­fræðing­ur. „Það hlýt­ur að vera gene­tískt. Ég reyndi ekki að hafa nein áhrif í þá átt.“rn­ork­una miklu dýr­ari en menn höfðu vænt­ing­ar um.“

Hann tel­ur að það hafi aldrei verið raun­hæft að reisa kjarn­orku­ver í Vest­manna­eyj­um á þess­um tíma. „Það hefði sýnt sig,“ seg­ir hann en fjallað er um þetta í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert