Kjarnorkuver í Eyjum

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar mbl.is/Brynjar Gauti

General Electric gerði Rafmagnsveitum ríkisins tilboð í lítið kjarnorkuver árið 1958. Áform voru um að reisa það í Eyjum. Málið dagaði uppi enda aðrar leiðir hagkvæmari í orkuöflun. Í ljósi sögunnar má ef til vill hrósa happi yfir því.

Nú þegar 40 ár eru liðin frá eldgosinu í Vestmannaeyjum er vert að rifja upp áform sem voru til skoðunar árið 1959 um að reisa kjarnorkuver í Eyjum. „Þetta átti að vera lítið og sætt kjarnorkuver,“ segir Lárus M.K. Ólafsson lögfræðingur, sem vann hjá Orkustofnun og segir að þetta sé orðinn hálfgerður innanhússbrandari þar á bæ.

„Það var alltaf verið að leita að hentugri og ódýrri lausn til að mæta þessum jaðarkjörnum eða landshlutum sem vantaði rafmagn og hita. Einhvern veginn kom það til að íslensk stjórnvöld fengu tilboð frá General Electric, sem var að markaðssetja lítil sæt kjarnorkuver hér og þar, meðal annars í Skandinavíu.“

Lárus segir það hafa verið skoðað í fullri alvöru að leysa vanda Vestmannaeyja með kjarnorkuveri. „Það átti að vera ódýr lausn til að skipta út jarðefnaeldsneyti. Gefnar voru út þrjár skýrslur um málið, allar árið 1959. Það var gerð hagkvæmniúttekt, lýsing á verkefninu og síðan var einangrað hvar væri heppilegast að koma því fyrir. En síðan dagaði það uppi.“

Kjarnorkuverið var í anda róttækra hugmynda þess tíma, að sögn Lárusar. „Menn voru virkilega að fara að virkja Gullfoss og Geysi, þannig að þetta var ekki vitlausara en hvað annað. Menn réðust í nauðsynlegan undirbúning og Björn Kristinsson starfsmaður Orkustofnunar skoðaði þetta í fullri alvöru.

„Þetta er náttúrlega allt tæknilega mögulegt,“ segir Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur sem vann á Orkustofnun sumarið 1959, en þá nefndist hún skrifstofa raforkumálastjóra, nánar tilgreint orkudeild. En þess má geta að sonur hans og alnafni er einnig kjarnorkuverkfræðingur. „Það hlýtur að vera genetískt. Ég reyndi ekki að hafa nein áhrif í þá átt.“rnorkuna miklu dýrari en menn höfðu væntingar um.“

Hann telur að það hafi aldrei verið raunhæft að reisa kjarnorkuver í Vestmannaeyjum á þessum tíma. „Það hefði sýnt sig,“ segir hann en fjallað er um þetta í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert