Óveður á Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiðin er ófær en víða um land er slæm færð.
Holtavörðuheiðin er ófær en víða um land er slæm færð. mbl.is/Rax

Óveður er á Holta­vörðuheiði og víðar á land­inu. Mjög hvasst er und­ir Eyja­fjöll­um en reikna má með vind­hviðum 30-40 m/​s und­ir Eyja­fjöll­um, á Kjal­ar­nesi og und­ir Hafn­ar­fjalli þar til í nótt.

Það er hálka á Hell­is­heiði og í Þrengsl­um en á Suður­landi eru víða hálku­blett­ir eða hálka. Þæf­ings­færð er á Mos­fells­heiði og Kjós­ar­sk­arði, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni.

Vetr­ar­færð er einnig á Vest­ur­landi, víðast hvar nokk­ur hálka eða snjóþekja. Óveður er á Holta­vörðuheiði ásamt hálku. Þung­fært er á Fróðár­heiði.

Versn­andi veður er á Vest­fjörðum og víða orðið mjög hvasst. Óveður er á fjall­veg­um á sunn­an­verðum kjálk­an­um og ekki ferðaveður. Mikli­dal­ur er ófær en þæf­ings­færð er á flest­um öðrum fjall­veg­um.

Á Norður­landi er hálka á flest­um veg­um, víða skafrenn­ing­ur og slæmt skyggni. Þæf­ings­færð er á Vík­ur­skarði og skafrenn­ing­ur. Hólas­and­ur er ófær. Þung­fært er á Mý­vatns­ör­æf­um og ekk­ert ferðaveður.

Hálka eða hálku­blett­ir eru á Aust­ur­landi og víða skafrenn­ing­ur. Þæf­ings­færð er á Vatns­skarði eystra og óveður. Stór­hríð er á Fjarðar­heiði og heiðin er ófær. Hálka og skafrenn­ing­ur er á Odds­skarði.

Veg­ur með suðaust­ur­strönd­inni, frá Djúpa­vogi og suður um, er auður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert