Stjórnlagafrumvarpið afgreitt

Stjórnlagaráð að störfum.
Stjórnlagaráð að störfum. mbl.is/Golli

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lauk fundi rétt í þessu og var stjórnlagafrumvarpið afgreitt úr nefndinni. Afgreiðsla frumvarpsins var ekki samþykkt af öllum nefndarmeðlimum, en tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks og einn fulltrúi Framsóknarflokks töldu málið ekki tilbúið til afgreiðslu. Hinir sex nefndarmenn samþykktu hins vegar að frumvarpið yrði tekið út. 

„Á nefndaráliti erum við fimm. Róbert Marshall styður úttekt málsins en er ekki á álitinu,“ segir Álfheiður Ingadóttir varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 

Að hennar sögn hafa um 40 breytingartillögur verið gerðar við frumvarpið „Fyrst og fremst er um að ræða breytingar á orðalagi til að flytja til baka til upphaflegrar gerðar frá stjórnlagaráði. Stærsta breytingin er þó tillaga við 111. greinina um fullveldisframsalið,“ segir Álfheiður og bætir við að breytingartillögurnar verði gerðar ljósar síðar í dag. „Mjög ítarleg útfærsla á tillögum stjórnlagaráðs sem varðar fullveldisframsal verður þá kynnt,“ segir Álfheiður.

Nefndin skilar frumvarpinu af sér í dag og er það þá tilbúið á dagskrá þings eftir helgi en að sögn Álfheiðar er það í höndum dagskrárvald og forseta hvenær frumvarpið verður tekið fyrir á þingi. 

Nefndarálitið

Breytingartillagan

Álfheiður Ingadóttir segir veigamestu breytinguna við stjórnlagaráðsfrumvarpið varða 111. greinina …
Álfheiður Ingadóttir segir veigamestu breytinguna við stjórnlagaráðsfrumvarpið varða 111. greinina um fullveldisframsalið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka