Þrengt að erlendum aðilum

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum. mbl.is

Heim­ild inn­an­rík­is­ráðherra til þess að veita undaþágur til er­lendra aðila vegna eign­ar- eða af­nota­rétt­ar yfir fast­eign­um hér á landi verður tak­mörkuð ef nýtt frum­varp inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um breyt­ing­ar á lög­um um eign­ar­rétt og af­not fast­eigna verður samþykkt.

Sam­kvæmt frum­varp­inu þurfa ein­stak­ling­ar að vera ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar eða með lög­heim­ili á Íslandi til að öðlast eign­ar- eða af­nota­rétt yfir fast­eign­um.

Þá er lagt til að heim­ild ráðherra til þess að veita und­anþágu frá al­menn­um skil­yrðum lag­anna með stjórn­valdsákvörðun til beinn­ar notk­un­ar fast­eign­ar í at­vinnu­starf­semi verði færð í fyrra horf að hluta til og af­mörkuð nán­ar. Í breyt­ing­um á reglu­gerð er svo kveðið á um að borg­ar­ar frá EES-svæðinu geti aðeins keypt jarðir í at­vinnu­til­gangi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert