Talning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi mun hefjast í hádeginu í dag gangi allt eftir. Til stóð að talning hæfist að loknu prófkjörinu í gærkvöldi en úr því varð ekki þar sem atkvæði bárust ekki frá Vestmannaeyjum, en flugvellinum var lokað vegna veðurs.
Atkvæðin eru nú á leið í land með Herjólfi og verða þau flutt á Selfoss þar sem talningin fer fram. Ekki er hægt að segja til um hvenær fyrstu tölur verða gefnar en stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir með kvöldinu.
Tölur um kjörsókn liggja ekki fyrir en hún mun hafa verið góð og að líkindum betri en í öðrum kjördæmum.