Ragnheiður Elín Árnadóttir skipar fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en lokatölur voru að berast úr kjördæminu. Staða fimm efstu er óbreytt og því ljóst að Árni Johnsen er væntanlega á útleið af þingi en hann er ekki meðal fimm efstu.
Alls voru greidd 3988 atkvæði í prófkjörinu. Auðir og ógildir seðlar voru 107 talsins. Kjörsókn var 44 %.
1. Ragnheiður Elín Árnadóttir - 2497 atkvæði í 1. sæti
2. Unnur Brá Konráðsdóttir - 1480 atkvæði í 1. – 2. sæti
3. Ásmundur Friðriksson - 1517 atkvæði í 1. – 3. sæti
4. Vilhjálmur Árnason - 1411 atkvæði í 1. – 4. sæti
5. Geir Jón Þórisson - 1808 atkvæði í 1. – 5. sæti