Refurinn umdeilt einkennisdýr

Heimskautarefurinn komst á lagnaðarís til Íslands á „litlu“ ísöldinni á …
Heimskautarefurinn komst á lagnaðarís til Íslands á „litlu“ ísöldinni á 16. til 19. öld.

Tófan hefur stundum verið kölluð einkennisdýr Vestfjarða, enda líklega hvergi hægt að komast í meiri nánd við þennan frumbyggja Íslands en á Hornströndum, þar sem hún er friðuð. Ekki eru þó allir Vestfirðingar sáttir við að veita refnum slíka nafnbót enda hefur hann verið mörgum bændum skaðræðisvaldur.

„Það hefur pirrað bændur og Vestfirðinga að uppi hafa verið hugmyndir um að gera tófuna að einkennisdýri Vestfirðinga. Okkur finnst þetta fráleitt, að slíkur vargur og vandræðaskepna sem tófan er, verði sett á stall og verið sé að hylla hana sem einkennisdýr Vestfjarða,“ segir Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi, í samtali við fréttavefinn bb.is.

Þar kemur jafnframt fram að Indriði er ekki í vandræðum með að finna þar hæfan staðgengil. „Sauðkindin væri betri hugmynd að einkennisdýri Vestfjarða. Bændur koma í hundraða tali hingað til að sækja sér kynbótafé og hvergi eru betri sauðfjárhagar, ekki gengið á landið með ofbeit eða ágangi á landið eða neinu slíku. Hér eru líka kjöraðstæður til að hafa þétta byggð sauðfjárbúa,“ segir Indriði og er ekki í nokkrum vafa um að mun jákvæðara er að hafa sauðkind en varg sem auðkennisdýr. 

Aðrir kunna þó betur að meta það sem tófan stendur fyrir og eins og mbl.is sagði frá í fyrra vill Melrakkasetur Íslands í Súðavík gera tófuna að þjóðardýri Íslands. Þá má sjá í spjalli lesenda bb.is að skiptar skoðanir eru meðal Vestfirðinga um ágæti refsins og er þar einnig lagt til að haförninn verði útnefndur einkennisdýr svæðisins.

Vilja melrakkann sem þjóðardýr

Að mati sumra Vestfirðinga færi betur á því að gera …
Að mati sumra Vestfirðinga færi betur á því að gera sauðkindina að einkennisdýri svæðisins. mbl.is/Rax
Íslenskur haförn á flugi.
Íslenskur haförn á flugi. Mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert