„Ríkisstjórnin vanrækti hlutverk sitt“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Furðulegt hvað sum­ir þing­menn láta það alltaf fara í taug­arn­ar á sér þegar for­set­inn held­ur uppi vörn­um fyr­ir Ísland,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á heimasíðu sinni þar sem hann lýs­ir undr­un sinni vegna gagn­rýni þing­manna úr röðum stjórn­ar­liða á um­mæli Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, á Alþjóðaefna­hagsþing­inu í Dav­os sem lauk í dag.

Sig­mund­ur seg­ir Odd­nýju G. Harðardótt­ur, þing­flokks­formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þannig hafa verið ósátta við gagn­rýni Ólafs á Gor­don Brown, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og vilja fyr­ir vikið fá nýtt ákvæði í stjórn­ar­skrá til „að þagga niður í for­set­an­um“. Þá vís­ar hann til þess að Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, hafi sakað Ólaf um að fara rangt með áhrif niður­stöðu EFTA-dóm­stóls­ins í Ices­a­ve-mál­inu sem greint verður frá á morg­un.

„En þegar for­set­inn talaði um að dóm­ur­inn yrði ekki bind­andi var hann að svara spurn­ing­um um mögu­legt fjár­hagstjón og það er rétt að dóm­ur­inn mun ekki fela í sér til­tekn­ar skaðabæt­ur,“ seg­ir hann enn­frem­ur og bæt­ir við: „Ástæðan fyr­ir því að Ólaf­ur Ragn­ar hef­ur tekið að sér að verja málstað Íslands er sú að rík­is­stjórn­in hef­ur van­rækt það hlut­verk sitt.“

Sig­mund­ur gagn­rýn­ir að lok­um mat Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á áhrif­um niður­stöðu EFTA-dóms­ins á skulda­stöðu Íslands, sem alþjóðleg mats­fyr­ir­tæki hafi síðan tekið mið af, í ljósi þess að niðurstaðan muni ekki kveða á um fjár­hags­skuld­bind­ing­ar fyr­ir landið. „En hvaðan fékk AGS upp­lýs­ing­arn­ar? Frá ís­lensk­um stjórn­völd­um, þeim hinum sömu og gagn­rýna Ólaf Ragn­ar þegar hann bend­ir á staðreynd­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert