„Ætlið þið að biðjast afsökunar?“

„Við áttum við ofurefli að etja. Tvær öflugustu stofnanir heims beittu sér af fullum þunga gegn Íslandi og Evrópusambandið gerðist í fyrsta skipti aðili að dómsmáli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag, en þar fara nú fram umræður um dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu.

Sigmundur Davíð spurði fulltrúa ríkisstjórnarinnar, sem þjóðin hefði í tvígang gert afturræka með samninga sem þeir hefðu samþykkt: „Ætlið þið að biðja þjóðina afsökunar?“

Hann sagði niðurstöðuna tap fyrir málstað Evrópusambandsins, Breta, Hollendinga og þann málstað sem ríkisstjórnin hefði haldið hér á lofti. „Við höfum fengið uppreisn æru, landið sem var beitt hryðjuverkalögum og fjárkúgunum. Við skulum læra af þessu það að standa alltaf öll saman þegar kemur að því að verja hagsmuni Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka