„Allir geri sér glaðan dag“

Frosti Sigurjónsson.
Frosti Sigurjónsson.

„Þetta eru ótrúlega góðar fréttir fyrir þjóðina. Ég legg til að allir geri sér glaðan dag,“ segir Frosti Sigurjónsson, einn af forsvarsmönnum Advice hópsins, um niðurstöðu EFTA dómstólsins en hópurinn barðist fyrir því að þjóðin felldi Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Við í Advice erum afskaplega ánægð með þessa niðurstöður. Þetta er staðfesting á því sem við héldum fram að skattborgurunum væri ekki skylt að axla byrðar einkabanka,“ segir Frosti.

„Við tökum ofan fyrir EFTA-dómstólnum fyrir að hafa komist að þessari réttmætu niðurstöðu. Við erum þakklát öllum þeim fjölmörgu aðilum sem tóku þátt í þessu starfi. Forsetinn á sinn þátt í því að málinu var vísað til þjóðarinnar og síðan var það Samstaða þjóðar sem safnaði öllum undirskriftunum um áskorun til forsetans og þjóðin sjálf felldi svo samninginn. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir baráttuna,“ segir Frosti.

Koma saman og fagna á Slippbarnum

Hann segir það skipta miklu máli fyrir lífskjör og virðingu þjóðarinnar að fá þessa viðurkenningu á málstað sínum.

„Nú er þessari óvissu aflétt,“ segir Frosti, sem hvetur þjóðina til að gleðjast og fagna í dag. Það ætla hann og félagar hans að gera. Allir sem vettlingi geta valdið úr Advice hópnum, Indefence hópnum og fleiri sem hafa barist fyrir þessum málstað í Icesave málinu ætla að fagna niðurstöðunni á Slippbarnum klukkan fimm í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert