Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) mun ekki taka frekari skref í Icesave-málinu. Þetta segir Trygve Mellvang-Berg, fjölmiðlafulltrúi stofnunarinnar.
„Við höfum ekki mikið meira að segja að svo stöddu. Í augnablikinu erum við að rýna í dóminn,“ segir Mellvang-Berg í svari sínu við fyrirspurn Morgunblaðsins og bætir við: „Það eru engin frekari skref sem við getum tekið í þessu máli, enda hefur dómstóllinn lokaorðið.“