Forsetinn lofar kínverskan leiðtoga

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Skjáskot af Cnn.com

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur eftir nokkra fundi með Xi Jinping, leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins og verðandi Kínaforseta, komist á þá skoðun að þar fari framsýnn hugsjónamaður. Þetta kemur fram í umfjöllun China Daily, málgagns kommúnistaflokksins.

Frá þessu er greint í samantekt hins víðlesna blaðs um fund Alþjóða efnahagsþingsins í Davos, Sviss, með þeim orðum að framsýni kínverskra ráðamanna veiti forsetanum innblástur.

„Svo ég tel að Kína, undir nýrri forystu, sé vel í stakk búin til að eiga í góðum samskiptum við umheiminn og til að viðhalda slagkrafti samstarfs við mína þjóð sem og önnur ríki, báðum aðilum til hagsbóta,“ hefur blaðið eftir Ólafi Ragnari í lauslegri þýðingu.

Kynslóðaskipti fara nú fram í kínverska kommúnistaflokknum en sem kunnugt er hefur forsetinn átt í miklum samskiptum við fyrri forystumenn í flokknum, á borð við Jiang Zemin, sem og núverandi Kínaforseta, Hu Jintao.

Frétt China Daily má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert