Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur eftir nokkra fundi með Xi Jinping, leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins og verðandi Kínaforseta, komist á þá skoðun að þar fari framsýnn hugsjónamaður. Þetta kemur fram í umfjöllun China Daily, málgagns kommúnistaflokksins.
Frá þessu er greint í samantekt hins víðlesna blaðs um fund Alþjóða efnahagsþingsins í Davos, Sviss, með þeim orðum að framsýni kínverskra ráðamanna veiti forsetanum innblástur.
„Svo ég tel að Kína, undir nýrri forystu, sé vel í stakk búin til að eiga í góðum samskiptum við umheiminn og til að viðhalda slagkrafti samstarfs við mína þjóð sem og önnur ríki, báðum aðilum til hagsbóta,“ hefur blaðið eftir Ólafi Ragnari í lauslegri þýðingu.
Kynslóðaskipti fara nú fram í kínverska kommúnistaflokknum en sem kunnugt er hefur forsetinn átt í miklum samskiptum við fyrri forystumenn í flokknum, á borð við Jiang Zemin, sem og núverandi Kínaforseta, Hu Jintao.
Frétt China Daily má lesa hér.