Icesave-dómur vekur spurningar

Icesave dómur vekur spurningar.
Icesave dómur vekur spurningar. Ómar Óskarsson

Í grein á vef Wall Street Journal er því gert því skóna að niðurstaða Icesave-málsins geti haft mikil áhrif á innri markað Evrópusambandsins. Dómurinn veki spurningar um hlutverk innistæðutryggingakerfisins. 

Í greininni er bent á að þó að niðurstaða EFTA-dómstólsins sé ekki bindandi fyrir Evrópudómstólinn, sem er æðsta dómsvald Evrópusambandsins, veiti hann fordæmi og hafi áhrif á kerfið í heild sinni.

Dómur fellur Íslandi í hag

Ísland setti árið 1994 í lög innlánatryggingakerfi (tilskipun 94/19/EB) sem kvað á um skyldu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til að tryggja endurgreiðslu á lágmarkstryggingu til hvers og eins innstæðueiganda innan ákveðins frests.

Engin slík endurgreiðsla átti sér hins vegar stað til þeirra sem áttu innstæðu á Icesave-reikningum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Bresk og hollensk yfirvöld gripu til þeirra ráða að endurgreiða almennum eigendum innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í þarlendum útibúum úr eigin tryggingasjóðum.

Innlendar innstæður Landsbankans höfðu þá verið fluttar í „Nýja Landsbankann“ sem íslenska ríkið kom á fót.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í ljósi þessara atvika að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum. Málshöfðunin byggðist á ákvæðum um bann við mismunun eftir þjóðerni, þar sem Ísland hefði ekki tryggt endurgreiðslu á lágmarksupphæð til innstæðueigenda á Icesave-reikningum í Hollandi og Bretlandi innan tilskilins frests.

Eins og kunnugt er féll dómur Íslendingum í hag.

Gengur innlánatryggingakerfið upp?

Segir í grein Wall Street Journal að niðurstaðan veki upp spurningu um það hvort að kerfi þar sem ekki allar innistæðutryggingar séu tryggðar gangi upp. Kerfið hafi verið hannað til þess að hlaupa undir bagga ef nokkrir bankar fari á hliðina en ekki heilt bankakerfi eins og raunin varð á Íslandi.

Grein Wall Street Journal má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert