Ísland vann Icesave-málið

EFTA-dómstóllinn felldi í dag dóm í Icesave-málinu. Myndin var tekin …
EFTA-dómstóllinn felldi í dag dóm í Icesave-málinu. Myndin var tekin þegar málið var flutt fyrir dómstólnum. mbl.is/SMJ

EFTA dóm­stóll­inn hafnaði í dag öll­um kröf­um Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) í Ices­a­ve mál­inu en dóm­ur var kveðinn upp í Lúx­em­borg í morg­un. Þá var ESA og Evr­ópu­sam­band­inu gert að greiða máls­kostnað.

EFTA-dóm­stól­inn sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu á ís­lensku um dóm­inn.

Ísland setti árið 1994 í lög inn­lána­trygg­inga­kerfi (til­skip­un 94/​19/​EB) sem kvað á um skyldu Trygg­ing­ar­sjóðs inn­stæðueig­enda og fjár­festa til að tryggja end­ur­greiðslu á lág­marks­trygg­ingu til hvers og eins inn­stæðueig­anda inn­an ákveðins frests. Eng­in slík end­ur­greiðsla átti sér hins veg­ar stað til þeirra sem áttu inn­stæðu á Ices­a­ve-reikn­ing­um í úti­bú­um Lands­bank­ans í Bretlandi og Hollandi. Bresk og hol­lensk yf­ir­völd gripu til þeirra ráða að end­ur­greiða al­menn­um eig­end­um inn­stæðna á Ices­a­ve-reikn­ing­um Lands­bank­ans í þarlend­um úti­bú­um úr eig­in trygg­inga­sjóðum.
Inn­lend­ar inn­stæður Lands­bank­ans höfðu þá verið flutt­ar í „Nýja Lands­bank­ann“ sem ís­lenska ríkið kom á fót.

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) ákvað í ljósi þess­ara at­vika að höfða mál fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um. Með máls­höfðun­inni leitaði ESA eft­ir viður­kenn­ingu dóm­stóls­ins á því að Ísland hefði brugðist skyld­um sín­um sam­kvæmt til­skip­un­inni og þá sér­stak­lega sam­kvæmt 3., 4., 7. og 10. gr. henn­ar („fyrsta máls­ástæða“) og/​eða fjórðu grein EES-samn­ings­ins („önn­ur og þriðja máls­ástæða“), sem fjall­ar um bann við mis­mun­un eft­ir þjóðerni, þar sem Ísland hefði ekki tryggt end­ur­greiðslu á lág­marks­upp­hæð til inn­stæðueig­enda á Ices­a­ve-reikn­ing­um í Hollandi og Bretlandi inn­an til­skil­ins frests.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins gerðist meðal­gönguaðili að mál­inu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við kröf­ur ESA. EES-rík­in Liechten­stein, Hol­land, Nor­eg­ur og Bret­land lögðu fram skrif­leg­ar at­huga­semd­ir í mál­inu. At­huga­semd­ir þess­ara ríkja ein­skorðuðust all­ar við fyrstu máls­ástæðu ESA.

Með dómi sín­um í dag sýknaði EFTA-dóm­stóll­inn ís­lenska ríkið af kröf­um ESA. Varðandi fyrstu máls­ástæðuna tók dóm­stóll­inn fram að skyld­ur EES-rík­is réðust af efn­is­leg­um ákvæðum þeirr­ar til­skip­un­ar sem við ætti. Enn frem­ur benti dóm­stóll­inn á að í kjöl­far hinn­ar alþjóðlegu fjár­málakreppu hefði reglu­verk fjár­mála­kerf­is­ins sætt end­ur­skoðun og tekið nokkr­um breyt­ing­um í því skyni að tryggja fjár­mála­leg­an stöðug­leika. Dóm­stóll­inn benti hins veg­ar á að úr­lausn þessa til­tekna máls yrði að byggj­ast á þeim regl­um til­skip­un­ar­inn­ar sem giltu þegar at­vik máls­ins áttu sér stað, sem hafi verið áður en um­rædd­ar breyt­ing­ar voru gerðar á reglu­verki fjár­mála­kerf­is­ins, en með þeim hefði vernd inn­stæðueig­enda verið auk­in.

Dóm­stóll­inn taldi að til­skip­un­in gerði ekki ráð fyr­ir að EES-ríki væri skuld­bundið til að tryggja þá niður­stöðu sem ESA hélt fram um greiðslur til inn­stæðueig­enda á Ices­a­ve-reikn­ing­um Lands­bank­ans í Hollandi og Bretlandi þegar jafn­mikl­ir erfiðleik­ar geysuðu í fjár­mála­kerf­inu og raun­in hefði verið á Íslandi. Þannig léti til­skip­un­in því að mestu leyti ósvarað hvernig bregðast ætti við þegar trygg­ing­ar­sjóður gæti ekki staðið und­ir greiðslum. Dóm­stóll­inn benti í því sam­bandi á að eina ákvæði til­skip­un­ar­inn­ar sem tæki til þess þegar trygg­ing­ar­sjóður innti ekki greiðslu af hendi væri að finna í 6. mgr. 7. gr. henn­ar, en þar væri kveðið á um að inn­stæðueig­end­ur gætu höfðað mál gegn því inn­lána­trygg­ing­ar­kerfi sem í hlut ætti. Hins veg­ar kæmi ekk­ert fram í til­skip­un­inni um að slík réttar­úr­ræði væru til­tæk gegn rík­inu sjálfu eða að ríkið sjálft bæri slík­ar skyld­ur. Þá taldi dóm­stóll­inn að fyrsta máls­ástæða ESA hefði hvorki stoð í dóma­fram­kvæmd né öðrum regl­um sem tekn­ar hefðu verið inn í EES-samn­ing­inn.

Dóm­stóll­inn tók þó fram að þessi niðurstaða þýddi ekki að inn­stæðueig­end­ur nytu engr­ar vernd­ar við þess­ar aðstæður þar sem ýms­ar aðrar regl­ur kynnu að vernda hags­muni þeirra. Þannig nytu inn­stæðueig­end­ur þeirr­ar vernd­ar sem fólg­in væri í öðrum regl­um EES-rétt­ar um fjár­mála­markaðinn, auk þeirr­ar vernd­ar sem leiddi af aðgerðum eft­ir­litsaðila, seðlabanka eða rík­is­stjórna. Spurn­ing­in sem uppi væri í þessu máli lyti hins veg­ar gagn­gert að því hvort EES-ríki bæru ábyrgð sam­kvæmt til­skip­un­inni um inn­lána­trygg­inga­kerfi við aðstæður af því tagi sem uppi voru á Íslandi.

Ekki mis­mun­un að mati dóm­stóls­ins

Um seinni máls­ástæðuna komst dóm­stóll­inn að þeirri niður­stöðu að meg­in­regla EES-samn­ings­ins um bann við mis­mun­un gerði þá kröfu að trygg­inga­kerfi mis­munaði ekki inn­stæðueig­end­um, þar með talið um það hvernig fjár­mun­ir trygg­ing­ar­sjóðs væru nýtt­ir. Þess hátt­ar mis­mun­un væri óheim­il sam­kvæmt til­skip­un­inni. Hins veg­ar hefðu inn­lend­ar inn­stæður verið flutt­ar úr gamla Lands­bank­an­um yfir í þann nýja áður en Fjár­mála­eft­ir­litið gaf út þá yf­ir­lýs­ingu sem gerði regl­ur til­skipn­ar­inn­ar virk­ar.

Af því leiddi að regl­ur til­skip­un­ar­inn­ar um vernd inn­stæðueig­enda hefðu aldrei tekið til
inn­stæðueig­enda í ís­lensk­um úti­bú­um Lands­bank­ans. Sam­kvæmt því hefði flutn­ing­ur inn­lendra inn­stæðna – óháð því hvort sá flutn­ing­ur hefði al­mennt séð falið í sér mis­mun­un – ekki fallið und­ir þá reglu um bann við mis­mun­un sem fram kæmi í til­skip­un­inni sjálfri, auk þess sem flutn­ing­ur­inn gæti ekki tal­ist brot á regl­um til­skip­un­ar­inn­ar eins og þær yrðu skýrðar með hliðsjón af 4. gr. EES samn­ings­ins. Af þeim sök­um yrði að hafna ann­arri máls­ástæðu ESA.

Að því er snerti þriðju máls­ástæðuna, tók dóm­stóll­inn fram að sam­kvæmt viður­kenndri
dóma­fram­kvæmd leiddi það af meg­in­regl­unni um bann við mis­mun­un í 4. gr. EES-samn­ings­ins að sam­bæri­leg mál fengju sam­bæri­lega úr­lausn og þá jafn­framt að greint væri á milli mála sem væru ólík.

Dóm­stóll­inn taldi enn frem­ur að ESA hefði tak­markað um­fang þess­ar­ar máls­ástæðu með skýr­um hætti. Þannig hefði ESA talið að brot ís­lenska rík­is­ins fæl­ist í því að ekki hefði verið tryggt að eig­end­ur inn­stæðna á Ices­a­ve-reikn­ing­um í Hollandi og Bretlandi fengju þá lág­marks­trygg­ingu greidda sem kveðið væri á um í til­skip­un­inni og þá inn­an þeirra tíma­marka sem þar væri kveðið á um, með sama hætti og það hefði gert með eig­end­ur inn­stæðna á inn­lend­um reikn­ing­um. Þá hefði ESA einnig sér­stak­lega til­tekið að greiðslur til inn­lendra og er­lendra inn­stæðueig­enda um­fram lág­marks­trygg­ing­una væru ekki til um­fjöll­un­ar í máls­höfðun stofn­un­ar­inn­ar.

Í ljósi þess hvernig ESA hefði sjálf tak­markað máls­höfðun sína, benti dóm­stóll­inn á að úr­lausn þess­ar­ar máls­ástæðu myndi ráðast af því hvort Ísland hefði borið sér­staka skyldu til að tryggja að eig­end­ur inn­stæðna á Ices­a­ve-reikn­ing­um í Hollandi og Bretlandi fengju greiðslur. Þar sem dóm­stóll­inn hefði aft­ur á móti þegar kom­ist að þeirri niður­stöðu að til­skip­un­in, jafn­vel þótt hún væri skýrð með hliðsjón af 4. gr. EES-samn­ings­ins, legði enga skyldu á ís­lenska ríkið að tryggja greiðslur til eig­enda inn­stæðna á Ices­a­ve-reikn­ing­um í Hollandi og Bretlandi, þá væri ein­ung­is hægt að fall­ast á þessa máls­ástæðu ESA ef slíka skyldu mætti leiða af 4. gr. EES-samn­ings­ins einni og sér. Dóm­stóll­inn taldi hins veg­ar að slík krafa væri ekki fólg­in í meg­in­reglu 4. gr. EES-samn­ings­ins um bann við mis­mun­un. Ekki væri unnt að leiða sér­staka skyldu ís­lenska rík­is­ins af þess­ari meg­in­reglu til að grípa til aðgerða sem myndu ekki einu sinni tryggja jafn­ræði með inn­lend­um eig­end­um inn­stæðna í Lands­bank­an­um og eig­end­um inn­stæðna í úti­bú­um bank­ans í öðrum EES-ríkj­um. Af þeim sök­um yrði að hafna þriðju máls­ástæðu ESA og þar með öll­um mála­til­búnaði stofn­un­ar­inn­ar.

Tek­ist á um tvö lyk­il­atriði

Það sem tek­ist var á um fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um eru einkum tvö atriði. Ann­ars veg­ar að hvort Ísland hafi brotið til­skip­un­ina um inn­stæðutrygg­ing­ar og hins veg­ar hvort Ísland hafi brotið jafn­ræðis­reglu EES-samn­ings­ins með því að mis­muna inn­stæðueig­end­um.

Í stefnu Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) gegn Íslandi var því haldið fram að  ís­lensk stjórn­völd hafi ekki full­nægt skyldu til að tryggja að trygg­inga­kerfið, sem komið var á fót á grund­velli til­skip­un­ar um inn­stæðutrygg­ing­ar, gæti staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart inn­stæðueig­end­um um greiðslu lág­marks­trygg­ing­ar.

Í málsvörn Íslands seg­ir að inn­stæðutil­skip­un­in hafi verið rétti­lega inn­leidd á Íslandi og starf­semi ís­lenska inn­stæðutrygg­inga­sjóðsins hafi verið með þeim hætti sem ætl­ast var til og al­mennt ger­ist í Evr­ópu. Jafn­framt var bent á að ekk­ert inn­stæðutrygg­inga­kerfi stæðist alls­herj­ar banka­hrun og því hafi verið nauðsyn­legt að setja neyðarlög. Lagðar voru fram skýrsl­ur frá Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands sem sýna glögg­lega að hvorki inn­stæðutrygg­inga­kerf­in né rík­in sjálf geta fjár­magnað greiðslur til inn­stæðueig­enda við hrun banka­kerf­is. Það eitt sýni að rík­in hafi svig­rúm til að bregðast við slík­um áföll­um með mis­mun­andi aðgerðum.

Í málsvörn Íslands var bent á að mál­sókn ESA byggði í raun á því að ís­lenska ríkið hefði þurft að leggja trygg­inga­sjóðnum til pen­inga ef eign­ir hans dugðu ekki til. Enga slíka skyldu sé að finna í til­skip­un­inni og ekk­ert ríki ger­ir ráð fyr­ir slík­um skuld­bind­ing­um. Ef þær skyld­ur væru til staðar hef­ur nú verið reiknað út að í banka­hruni yrði kostnaður Evr­ópu­sam­bands­ríkja að meðaltali 83% af lands­fram­leiðslu þeirra.

Þá var í málsvörn Íslands bent á að lög­skýr­ing ESA væri í and­stöðu við meg­in­regl­ur á EES-svæðinu um bann við rík­isaðstoð, en sjálf­krafa ábyrgð ríkja á inn­stæðuskuld­bind­ing­um banka myndi leiða til rösk­un­ar á sam­keppn­is­stöðu.

ESA taldi að Ísland hefði mis­munað kröfu­höf­um

Hitt atriðið sem ESA byggði stefnu sína á var að ís­lensk stjórn­völd hafi mis­munað inn­stæðueig­end­um í úti­bú­um Lands­bank­ans á Íslandi og ann­ars staðar m.t.t. lág­marks­trygg­ing­ar­inn­ar með því að flytja ein­göngu inn­lend­ar inn­stæður í nýja bank­ann. Þar með hefðu inn­lend­ar inn­stæður verið tryggðar að fullu meðan inn­stæður ann­ars staðar hefðu ekki einu sinni notið lág­marks­trygg­ing­ar. Í því væri fólg­in óbein mis­mun­un sem bryti í bága við jafn­ræðis­reglu 4. gr. EES-samn­ings­ins.

Í málsvörn Íslands seg­ir að kröf­ur ESA um þetta atriði séu byggðar á mis­skiln­ingi. Inn­stæðutrygg­inga­kerfið á Íslandi hafi ekki greitt inn­stæðueig­end­um hér á landi. Íslenska ríkið hafi ekki gert það held­ur. Því hafi eng­in mis­mun­un átt sér stað inn­an inn­stæðutrygg­inga­kerf­is­ins eða með ráðstöf­un rík­is­fjár. Eign­ir Lands­bank­ans greiði bæði kröf­ur inn­lendra og er­lendra inn­stæðueig­enda.

Lög­menn Íslands bentu á að ef skylda rík­is­ins byggði ekki á til­skip­un­inni sjálfri geti hún ekki kviknað vegna aðgerða við end­ur­skipu­lagn­ingu ís­lenska banka­kerf­is­ins. End­ur­skipu­lagn­ing ís­lenska banka­kerf­is­ins hafi verið nauðsyn­leg aðgerð og falið í sér að halda inn­stæðureikn­ing­um opn­um. Inn­stæður í er­lend­um úti­bú­um hafi verið tryggðar eft­ir því sem unnt var með því að tryggja þeim for­gangs­rétt við skipti gömlu bank­anna.

Í málsvörn Íslands seg­ir að mis­mun­andi aðferðir hafi verið full­kom­lega rétt­læt­an­leg­ar. End­ur­skipu­lagn­ing ís­lenska banka­kerf­is­ins með for­gangs­rétti inn­stæðna við stofn­setn­ingu nýju bank­anna hafi nú þegar verið viður­kennd af ESA og Hæsta­rétti sem nauðsyn­leg aðgerð til að koma í veg fyr­ir kerf­is­hrun.
 
Al­gjör­lega úti­lokað hafi verið að ráðast í sams­kon­ar aðgerðir vegna inn­stæðueig­enda í Bretlandi og Hollandi. Þarlend yf­ir­völd höfðu kyrr­sett eign­ir úti­bú­anna og greiðslu­kerfi á milli Íslands og um­heims­ins var hrunið. Gjald­eyr­is­forði Íslands hefði ekki dugað nema fyr­ir broti af um­rædd­um inn­stæðum.

Sú lág­marks­trygg­inga­fjár­hæð sem tek­ist er á um í þessu máli nem­ur jafn­v­irði um 650 millj­örðum ís­lenskra króna. Íslensk stjórn­völd hafa lagt áherslu á að nú sé orðið ljóst að eign­ir Lands­bank­ans muni duga fyr­ir þess­ari upp­hæð og búið sé að greiða þessa trygg­ingu að stærst­um hluta.

Dóm­ur EFTA-dóm­stóls­ins

Þessi hópur tók þátt í að vinna að málsvörn Íslands …
Þessi hóp­ur tók þátt í að vinna að málsvörn Íslands í Ices­a­ve-mál­inu fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um. Ein­ar Karl Hall­v­arðsson rík­is­lögmaður, Migu­el Maduro, pró­fess­or við há­skól­ana í Flórens og Yale, Kristján Andri Stef­áns­son sendi­herra, og fv. stjórn­ar­maður í ESA, og Tim Ward QC, aðal­mál­flytj­andi Íslands.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert