Vonast til að lánshæfismatið hækki

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við áttum hvergi bandamenn. Við fengum hvergi fyrirgreiðslu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Hann sagðist binda vonir við að lánshæfimat Íslands hækkaði í kjölfarið.

Steingrímur sagði að Icesave-málið hefði verið það mál sem hefði verið einna stærst viðureignar í kjölfar hrunsins. „Nú getur batinn haldið áfram með fullri ferð,“ sagði hann. „Þetta hlýtur að vera okkur öllum mikið gleðiefni.“

Unnu ekki heimavinnuna sína

Hann sagði niðurstöðuna hreina og klára og að enginn hefði treyst sér til að spá fyrir um hana. „Möguleikarnir gátu verið þrír; við gátum unnið, tapað að hluta eða tapað alfarið. Margt bendir til þess að gagnaðilar okkar: Eftirlitsstofnun EFTA, ESB, Bretar og Hollendingar hafi verið svo sjálfsöruggir, svo vissir í sinni trú að þeir hafi ekki unnið heimavinnuna sína.“

„Við áttum hvergi bandamenn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og …
„Við áttum hvergi bandamenn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra á Alþingi í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert