Forseti fundaði um Icesave

Kristján Andri Stefánsson og Tim Ward með Ólafi Ragnari Grímssyni.
Kristján Andri Stefánsson og Tim Ward með Ólafi Ragnari Grímssyni. Ljósmynd/forseti.is

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, átti í gær fund með Tim Ward mál­flutn­ings­manni Íslands í Ices­a­ve-mál­inu og Kristjáni Andra Stef­áns­syni sem var í mál­flutn­ingsteym­inu. Á vefsvæði for­set­ans seg­ir að niðurstaðan í Ices­a­ve-mál­inu sé sig­ur fyr­ir ís­lensku þjóðina og lýðræðið í land­inu.

Á fund­in­um var rætt um niður­stöður EFTA-dóm­stóls­ins í Ices­a­ve mál­inu, sterk­an málstað Íslands, af­leiðing­ar fyr­ir umræður og stefnu­mót­un inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og á vett­vangi alþjóðlegs fjár­mála­sam­starfs, að því er kem­ur fram á vefsvæði for­set­ans.

„Einnig var rætt um mik­il­vægi hinn­ar lýðræðis­legu sam­stöðu, hreyf­ing­arn­ar sem kröfðust þjóðar­at­kvæðagreiðslu og hvernig Ices­a­ve hafi í hug­um fólks víða í Evr­ópu og ann­ars staðar í ver­öld­inni orðið að brenni­dep­ill glím­unn­ar milli hags­muna fjár­mála­markaðar ann­ars veg­ar og lýðræðis­legs vilja og rétt­ar fólks­ins hins veg­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert