Þau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að láta eigi bankastofnanir fara í þrot en ekki halda þeim á floti á kostnað almennings hafa víða verið gerð að umtalsefni á netinu síðustu daga.
Forsetinn lét orð í þessa veru falla í samtali við Al Jazeera, eina útbreiddustu sjónvarpsstöð heims.
Meðal vefsíða sem víkja að ummælum forsetans eru vefurinn People's World, Veröld fólksins, eins og lesa má hér.
Vefurinn The Real News endurbirtir einnig viðtalið á Al Jazeera og ritar einn lesenda hennar, maður að nafni Arnaldo Carrilho, eftirfarandi í athugasemdakerfið:
„Frábær náungi. Við þurfum sárlega á slíkum manni að halda í Suður-Ameríku.“
Europe Online Magazine víkur einnig að fullnaðarsigri Íslands í Icesave-deilunni og rifjar upp þau ummæli Ólafs Ragnars að Íslendingum sárni enn að ríkisstjórn Gordons Brown skyldi hafa beitt Íslendinga hryðjuverkalögum haustið 2008.