Gætu þurft að sætta sig við krónur

Pétur H. Blöndal, alþingismaður.
Pétur H. Blöndal, alþingismaður. mbl.is/Ómar

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Bretar og Hollendingar gætu þurft að sætta sig við að fá kröfur sínar vegna Icesave greiddar í krónum vegna gjaldeyrishaftanna. Þeir séu í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins í gær einungis í sömu stöðu og aðrir kröfuhafar bankanna.

„Dómurinn í gær hafði margar víddir. Það sem ég óttaðist mest voru áhrif hans á snjóhengjuna. Icesave er nefnilega stór hluti af snjóhengjunni. Núna eru Bretar og Hollendingar eins og aðrir kröfuhafar og gætu t.d. þurft að sætta sig við að fá kröfur sínar í krónum á bak við gjaldeyrishöft eins og við,“ segir Pétur H. Blöndal á Facebook-síðu sinni.

Hann furðar sig annars á umræðunni um jafnræði innistæðueigenda. „Við ættum að bjóða Icesave innlánseigendum að þeir geti skipt innlánum sínum í krónur á for-hruns gengi og eignast miklu verðminni krónur á bak við gjaldeyrishöft og viðvarandi verðbólgu. Þá væri jafnræði náð. Ég lofa ykkur að enginn þeirra muni vilja njóta "forréttinda" innlendra sparifjáreigenda.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert