Icesave aðeins „fótnóta í sögunni“

Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokksráðsfundi VG um helgina.
Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokksráðsfundi VG um helgina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Með tíma og tíma má binda von­ir við að Ices­a­ve-deil­an verði aðeins „fótnóta í sög­unni“. Þetta er skoðun Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­manns VG, sem tel­ur að samn­ing­arn­ir sem Svavar Gests­son, fyrr­ver­andi sam­ráðherra hans, fór fyr­ir hafi sannað gildi sitt.

Þá taldi Stein­grím­ur ekki aðal­atriðið hvort málið myndi vinn­ast fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um og vekja þau um­mæli at­hygli í ljósi þess að kraf­an sem þá hefði fallið á rík­is­sjóð nem­ur 64 millj­örðum, að frá­töld­um vöxt­um.

Stein­grím­ur lýsti þessu yfir í óbirt­um hluta ræðu hans á flokks­ráðsfundi Vinstri grænna á Grand hót­eli um helg­ina, en ræðan var tæp­lega 40 mín­út­ur og mjög efn­is­mik­il.

Er hér gripið niður í þann hluta ræðunn­ar þar sem formaður VG ræðir mak­ríl-deil­una og Ices­a­ve-deil­una og kostnað við kynn­ingu á að „und­ir­byggja málstað Íslands“ í þeim:

Ekki al­veg ókeyp­is

„Það er reynd­ar ekki al­veg ókeyp­is því við hliðina á okk­ur er fok­dýrt er­lent ráðgjafa­fyr­ir­tæki og fjöl­miðlatengsla­fyr­ir­tæki sem að vinn­ur núna með ís­lensk­um stjórn­völd­um, bæði í mak­ríl-mál­inu og Ices­a­ve-mál­inu.

Þá er ég kom­inn að Ices­a­ve. Auðvitað verður maður að tala um Ices­a­ve. Að sjálf­sögðu. Það renn­ur upp stór dag­ur í þeim efn­um á mánu­dag­inn. Þetta er búið að vera erfitt mál og ég held að eng­inn sem hafi komið að því hafi haft af því nokkuð yndi, enda hef­ur eng­inn óskað sér þess, eng­inn valið sér það. Það er nú einn mis­skiln­ing­ur í umræðunni.“

Sama hvernig fer

Stein­grím­ur ít­rekaði að eign­ir þrota­bús­ins gangi upp í kröf­una

„Þetta voru ósköp sem við sát­um uppi með og varð að tak­ast á við... Nú bíðum við dómsniður­stöðunn­ar en eitt ligg­ur fyr­ir og það er ánægju­legt, að í aðal­atriðum mun Ices­a­ve-málið, hvort sem það er að leys­ast, og það er að leys­ast í gegn­um eign­ir út úr búi gamla Lands­bank­ans, sem þegar eru bún­ar að borga niður um helm­ing skuld­ar­inn­ar, þannig að við þurf­um ekki í sjálfu sér ekki að kvíða svo mikið niður­stöðunni. Auðvitað ef við vinn­um er það glæsi­legt því þá er Ísland miklu bet­ur varið og vænt­an­lega sloppið við frek­ari kröf­ur um vexti eða bæt­ur. Það er þó ekki hægt að segja að það sé 100% ör­uggt. En þær eru þó ann­ars eðlis og staða okk­ar aug­ljós­lega betri en ef við tækj­um ekki [á herðar okk­ar] skyld[u] að ein­hverju leyti í þess­um efn­um. En þó svo verði að þá verður vörn okk­ar þessi hin sama: Að bú gamla Lands­bank­ans á eign­ir til að greiða upp höfuðstól allra þess­ara inni­stæðna, bæði þeirra tryggðu og ótryggðu upp á á tólfta hundrað millj­arða króna.“

Júní-samn­ing­arn­ir að virka

Stein­grím­ur vék svo að Svavars­samn­ing­un­um svo­nefndu.

„Það er sem sagt Lands­banka­leiðin sem varð til með júní­samn­ing­un­um vorið 2009 sem er að virka, hún er að leysa málið. Í staðinn fyr­ir að ís­lenska rík­inu yrði stillt upp á bak við þetta sem skuld­ara að þá sé það gamla Lands­bank­ans að greiða jafnóðum þær eign­ir sem hann inn­heimt­ir inn á reikn­ing­inn og það er ná­kvæm­lega það sem er að ger­ast. Ég held að við þurf­um að vanda okk­ur við að hafa hófstillt og yf­ir­veguð viðbrögð hver sem niðurstaðan verður. Og það und­ar­lega er að það skipt­ir ekki máli hvort við vinn­um, töp­um eða töp­um illa. Viðbrögðin verða ná­kvæm­lega eins í öll­um til­vik­um: Búið mun borga þetta að uppistöðu til og landið slepp­ur þannig frá þessu að lok­um eins og við bund­um alltaf von­ir við og vor­um bjart­sýn­ir á að þannig myndi þetta mál nú leys­ast. Kannski á það eft­ir að verða fótnóta í sög­unni, svona þegar frá líður, þetta skelfi­lega mál,“ sagði Stein­grím­ur og hlógu þá nokkr­ir viðstaddra.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert