Jón og Jóhannes til liðs við Dögun

Jóhannes Björn.
Jóhannes Björn.

Enn bætist á framboðslista Dögunar, en þeir Jón Jósef Bjarnason og Jóhannes Björn hafa ákveðið að gefa kost á sér í framboð fyrir flokkinn í komandi kosningum til Alþingis.

Í tilkynningu frá Dögun segir að Jóhannes Björn hafi skrifað þrjár bækur um stjórnmál, peningakerfi heimsins og eiturlyfjapláguna. Hann hefur haldið úti vefsíðunni vald.org í níu ár og hefur búið erlendis í undanfarin ár, lengst af í Bandaríkjunum, þar sem hann stundar sjálfstæð viðskipti.

Jón Jósef er bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ og einn af stofnendum hennar. Jón nam viðskiptafræði og tölvunarfræði við HÍ, Háskólann í Skövde Svíþjóð og víðar. Hann starfar nú hjá eigin fyrirtæki, IT ráðgjöf ehf.

Jón Jósef Bjarnason.
Jón Jósef Bjarnason.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert