Jón og Jóhannes til liðs við Dögun

Jóhannes Björn.
Jóhannes Björn.

Enn bæt­ist á fram­boðslista Dög­un­ar, en þeir Jón Jós­ef Bjarna­son og Jó­hann­es Björn hafa ákveðið að gefa kost á sér í fram­boð fyr­ir flokk­inn í kom­andi kosn­ing­um til Alþing­is.

Í til­kynn­ingu frá Dög­un seg­ir að Jó­hann­es Björn hafi skrifað þrjár bæk­ur um stjórn­mál, pen­inga­kerfi heims­ins og eit­ur­lyfjaplág­una. Hann hef­ur haldið úti vefsíðunni vald.org í níu ár og hef­ur búið er­lend­is í und­an­far­in ár, lengst af í Banda­ríkj­un­um, þar sem hann stund­ar sjálf­stæð viðskipti.

Jón Jós­ef er bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í Mos­fells­bæ og einn af stofn­end­um henn­ar. Jón nam viðskipta­fræði og tölv­un­ar­fræði við HÍ, Há­skól­ann í Skövde Svíþjóð og víðar. Hann starfar nú hjá eig­in fyr­ir­tæki, IT ráðgjöf ehf.

Jón Jósef Bjarnason.
Jón Jós­ef Bjarna­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert