Ætla að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar árið 2015

Alþingi hyggst minnast þess árið 2015 að þá verða liðin 100 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Forsætisnefnd þingsins hefur verið falið að ráða framkvæmdastjóra til að halda utan um verkefnið.

Kalla á saman til undirbúningsfundar fulltrúa sem flestra samtaka íslenskra kvenna og stofnana sem fást við jafnréttismál kvenna og karla til þess að safna hugmyndum og gera tillögur um hvernig minnast skuli tímamótanna, auka jafnréttis- og lýðræðisvitund og blása til nýrrar sóknar í jafnréttis- og mannréttindamálum.

Fulltrúarnir eiga að kjósa fimm manna framkvæmdanefnd sem mótar endanlegar tillögur og annast frekari undirbúning fyrir afmælisárið 2015. Umfang hátíðarhalda og fjöldi viðburða mun því ráðast af því fjármagni sem Alþingi samþykkir að veitt verði í verkið í fjárlögum eða fjáraukalögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert