Lífsskoðunarfélög á við trúfélög

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is hef­ur af­greitt til þriðju umræðu frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um skráð trú­fé­lög. Nefnd­in legg­ur til að frum­varpið verði samþykkt en það á að tryggja jafn­an rétt ólíkra lífs­skoðana.

Í nefndarálit­inu seg­ir að meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar vilji árétta þann skiln­ing sinn að sókn­ar­gjöld séu ekki fram­lög úr rík­is­sjóði með ein­stak­ling­um sem rík­is­sjóður greiðir sókn­ar­gjöld með held­ur séu þau fé­lags­gjöld sem ís­lenska ríkið hef­ur tekið að sér að inn­heimta.

„Frum­varpið fel­ur í sér rétt­ar­bót sem fel­ur ekki í sér skerðingu á sókn­ar­gjöld­um til annarra trú­fé­laga. Þess­ar breyt­ing­ar sem lagðar eru til eiga að tryggja jafn­an rétt ólíkra lífs­skoðana en eitt af meg­in­mark­miðum frum­varps­ins er að tryggja vernd fyr­ir hugs­ana-, sam­visku-, trú­ar- og sann­fær­ing­ar­frelsi.“

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir að mark­mið þess sé ann­ars veg­ar að jafna stöðu lífs­skoðun­ar­fé­laga á við skráð trú­fé­lög og hins veg­ar að tryggja jafn­rétti for­eldra barns við ákvörðun um til hvaða skráða trú­fé­lags eða lífs­skoðun­ar­fé­lags barn skuli heyra.

Með frum­varp­inu verður meðal ann­ars heim­ilt að skrá lífs­skoðun­ar­fé­lög líkt og trú­fé­lög að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. Við skrán­ingu öðlast lífs­skoðun­ar­fé­lög þau rétt­indi og skyld­ur sem skráð trú­fé­lög njóta sam­kvæmt lög­um.

Frum­varpið er á dag­skrá Alþing­is í dag og verður að öll­um lík­ind­um tekið þar til þriðju umræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert