Rúmlega 2,4 milljarðar í mótframlag

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Mót­fram­lag rík­is­sjóðs vegna svo­nefndra IPA-styrkja frá Evr­ópu­sam­band­inu, sem ætlað er að und­ir­búa ríki fyr­ir inn­göngu í sam­bandið, nem­ur rúm­um 2,4 millj­örðum króna sam­kvæmt svari fjár­málaráðherra til Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sam­tals nema IPA-styrk­ir frá Evr­ópu­sam­band­inu rúm­lega 4,3 millj­örðum króna.

„Sér­stak­lega skal á það bent að meiri­hluti mót­fram­lag­anna er út­gjöld sem ís­lenska ríkið hefði þurft að bera þótt ekki hefði komið til aðild­ar­um­sókn­ar að Evr­ópu­sam­band­inu. Má þar sér­stak­lega nefna verk­efni Þýðinga­miðstöðvar ut­an­rík­is­ráðuneyt­is, end­ur­nýj­un á toll­kerf­um rík­is­ins og um­bóta­verk­efni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins,“ seg­ir í svar­inu.

Þá sé þess utan reiknað með að Evr­ópu­sam­bandið veiti IPA-styrki að upp­hæð allt að rúm­lega 8,2 millj­ón­um evra til verk­efna sem miða að því að und­ir­búa þátt­töku í upp­bygg­ing­ar­sjóðum sam­bands­ins gegn mót­fram­lagi styrkþega upp á tæp­ar 2,6 millj­ón­ir evra.

Svar fjár­málaráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert