Rúmlega 2,4 milljarðar í mótframlag

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Mótframlag ríkissjóðs vegna svonefndra IPA-styrkja frá Evrópusambandinu, sem ætlað er að undirbúa ríki fyrir inngöngu í sambandið, nemur rúmum 2,4 milljörðum króna samkvæmt svari fjármálaráðherra til Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Samtals nema IPA-styrkir frá Evrópusambandinu rúmlega 4,3 milljörðum króna.

„Sérstaklega skal á það bent að meirihluti mótframlaganna er útgjöld sem íslenska ríkið hefði þurft að bera þótt ekki hefði komið til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Má þar sérstaklega nefna verkefni Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytis, endurnýjun á tollkerfum ríkisins og umbótaverkefni Fjármálaeftirlitsins,“ segir í svarinu.

Þá sé þess utan reiknað með að Evrópusambandið veiti IPA-styrki að upphæð allt að rúmlega 8,2 milljónum evra til verkefna sem miða að því að undirbúa þátttöku í uppbyggingarsjóðum sambandsins gegn mótframlagi styrkþega upp á tæpar 2,6 milljónir evra.

Svar fjármálaráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert