Þjóðarsigur

Fjölmenni var á fögnuði sem fulltrúar Indefence- og Advice-hópanna fóru …
Fjölmenni var á fögnuði sem fulltrúar Indefence- og Advice-hópanna fóru fyrir á Slippbarnum við Reykjavíkurhöfn síðdegis í gær. mbl.is/Kristinn

Einni erfiðustu milli­ríkja­deilu Íslands­sög­unn­ar lauk þegar EFTA-dóm­stóll­inn úr­sk­urðaði Íslandi í vil í Ices­a­ve-deil­unni í gær. Er hið mikla deilu­mál, sem kallaði á tvær þjóðar­at­kvæðagreiðslur og hat­römm póli­tísk átök, því úr sög­unni.

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­ing­ar MP banka og einn for­svars­manna Ind­efence-hóps­ins, sagði að þótt niðurstaðan markaði ekki endi­lega tíma­mót hvað snerti efna­hags­horf­ur á Íslandi væri ljóst að áhrif­in væru já­kvæð.

„Það sem mestu máli skipt­ir er að með sigri Íslands í þessu máli hef­ur óvissu um skuld­bind­ing­ar rík­is­sjóðs verið eytt,“ seg­ir Sig­urður og bend­ir á að bæði AGS og láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæk­in hafi talið „mögu­leg­an kostnað rík­is­ins vegna Ices­a­ve veru­leg­an áhættuþátt fyr­ir ís­lenska hag­kerfið“.

 Ítar­lega er fjallað um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag, en þar seg­ir meðal annarra Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra, að all­ir ættu að fagna á þess­ari stundu „en ekki leita að söku­dólg­um“. Og Sig­urður Kári Kristjáns­son lögmaður vill að rykið verði dustað af til­lögu sem hann flutti á þingi um að rann­sókn verði gerð á fram­göngu ís­lenskra stjórn­valda í deil­unni. Þau hafi gert allt til að keyra málið í gegn. Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra sagði af sér sem heil­brigðisráðherra vegna kröfu for­sæt­is­ráðherra í mál­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert