Vilja að þingmenn segi af sér

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon.

„Við erum bara að aðstoða við að koma upp þessari undirskriftasöfnun með okkar tækjum og tækni,“ segir Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, í samtali við mbl.is en undirskriftasöfnun er hafin á netinu á slóðinni www.austurvollur.is þar sem þess er krafist að þingmenn sem studdu síðustu Icesave-samningana eða sátu hjá við afgreiðslu þeirra á Alþingi segi af sér.

Lénið sem söfnunin fer fram undir er skráð á Lýðræðishreyfinguna sem Ástþór hefur farið fyrir og hefur meðal annars verið beitt í þágu framboða hans til embættis forseta Íslands. „Lýðræðishreyfingin er svona samtök lýðræðissinna og margt fólk í henni sem vinnur að beinu lýðræði og tengist mörgum,“ segir hann.

Spurður hverjir standi á bak við undirskriftasöfnunina segir hann það vera hóp manna sem hafi verið að koma saman og í framhaldinu haft samband við Lýðræðishreyfinguna um aðstoð við að koma upp vef fyrir undirskriftasöfnunina. „Það er enginn viss aðili á bak við þetta. Þetta er bara sett í loftið af þessu fólki.“ Aðspurður vildi Ásþór ekki gefa nánar upp hverjir stæðu að undirskriftasöfnuninni en engar upplýsingar er að finna um það á vefsíðunni.

Síðan virkar þannig að þeir sem skrá sig í undirskriftasöfnunina senda um leið staðlað bréf undirritað af viðkomandi til þeirra þingmanna sem studdu síðasta Icesave-samninginn eða sátu hjá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka