Vill aukna samvinnu við ákvarðanatöku

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar.
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Von­andi lær­um við af þessu ferli og virkj­um niður­stöðuna í gær til að auka sam­ráð og sam­vinnu við ákv­arðana­töku. Þannig geti eitt­hvað gott komið úr þessu herfi­lega máli,“ seg­ir Magnús Orri Schram, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á heimasíðu sinni í dag.

„Ég var í hópi þeirra sem vildu reyna að ná samn­ing­um um málið – taldi dóm­stóla­leiðina áhættu­sama ... Ábyrgt stjórn­vald þurfti að leita samn­inga – tel ég. En ég vil taka hatt minn ofan fyr­ir þeim sem voru á önd­verðum meiði og óska þeim til ham­ingju. Grasrót­ar­sam­tök­um, for­set­an­um, mál­svarn­art­eym­inu og öðrum. Þetta var frá­bær niðurstaða og marg­ir geta verið stolt­ir af sínu fram­lagi.

Heimasíða Magnús­ar Orra Schram

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert