Vill aukna samvinnu við ákvarðanatöku

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar.
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Vonandi lærum við af þessu ferli og virkjum niðurstöðuna í gær til að auka samráð og samvinnu við ákvarðanatöku. Þannig geti eitthvað gott komið úr þessu herfilega máli,“ segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, á heimasíðu sinni í dag.

„Ég var í hópi þeirra sem vildu reyna að ná samningum um málið – taldi dómstólaleiðina áhættusama ... Ábyrgt stjórnvald þurfti að leita samninga – tel ég. En ég vil taka hatt minn ofan fyrir þeim sem voru á öndverðum meiði og óska þeim til hamingju. Grasrótarsamtökum, forsetanum, málsvarnarteyminu og öðrum. Þetta var frábær niðurstaða og margir geta verið stoltir af sínu framlagi.

Heimasíða Magnúsar Orra Schram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert