Baðst afsökunar á ummælum sínum

Jón Gnarr borgarstjóri.
Jón Gnarr borgarstjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sigurður Harðarson, stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi, biðst afsökunar á orðum sem hann lét falla á íbúafundi með Jóni Gnarr borgarstjóra í gærkvöldi. Þar sagðist hann líta á fulltrúa borgarstjórnar sem hyski.

Jón leit á ummælin sem einelti og „hreint og klárt ofbeldi“.

Sigurður baðst afsökunar í kvöldfréttatíma RÚV. „Þetta er íbúafundur og ég stíg fram til að setja fram ákveðið sjónarmið en óheppilegt orðfæri, sem ég biðst afsökunar á, fær alla athyglina,“ segir Sigurður.

Hann sagði gagnrýnina þó eiga rétt á sér.

„Íbúar í Grafarvogi hafa þurft að lifa innst inni í raun og veru við yfirgang í skólamálum, þar sem Reykjavíkurborg ákvað að breyta fyrirkomulagi skólanna og gerði það þrátt fyrir undirskriftalista og megna óánægju íbúa og foreldra í flestum hverfum Grafarvogs.“ Sigurður segir að ekkert hafi verið hlustað á íbúana. „Og íbúalýðræði er lítils virði ef það fær ekki að taka á stóru málunum.“

Myndband frá fundinum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert